Kiruna Svíþjóð 2024

Hvaða þýðingu hafa staðir fyrir sjálfsmynd fólks?

Fulltrúar Austurbrúar voru nýverið gestir á byggðarannsóknaráðstefnu í Kiruna í Svíþjóð. Yfirskrift var Nordic Ruralities – New paths to sustainable transitions? Norrænar dreifbyggðir – Nýjar leiðir að sjálfbærum umbreytingum?

Dagskrá ráðstefnunnar var samansett af fjölmörgum erindum frá hinum ýmsu rannsakendum, doktorsnemum, stofnunum og sveitarfélögum og snerust öll um dreifðar byggðir út frá einu af þeim fjórum þemum sem sett voru fyrir ráðstefnuna. Þau voru:

  • Menning og fólk, staðir og sjálfsmyndir
  • Sjálfbær nýting náttúruauðlinda
  • Landsbyggðarhagkerfi og frumkvöðlastarfsemi
  • Stefnur og stjórnmál landsbyggðarinnar

Ráðstefnan hefur verið haldin annað hvert ár í maí/júní síðan 2010 og til skiptis á Norðurlöndunum. Síðast var ráðstefnan haldin í Danmörku árið 2018. Upphaflega var áætlað að sjötta ráðstefnan yrði haldin í Tahko í Finnlandi árið 2020 en var frestað vegna heimsfaraldursins. Ráðstefnan í ár er tímabundin tilfærsla og árið 2026 verður ráðstefnan haldin í maí að venju.

Norræna dreifbýlisráðstefnan um dreifbýlisrannsóknir er tækifæri til að miðla þekkingu og reynslu um rannsóknir sem tengjast samhengi Norðurlandanna. Ráðstefnan hefur undanfarin ár laðað til sín allt að 300 vísindamenn úr ýmsum greinum.

Nánar um viðvangsefni ráðstefnunnar má lesa í heildstæðu yfirliti yfir öll erindi sem finna má hér.

„Verkefni Austurbrúar tengjast mjög byggðaþróun í víðu samhengi s.s. rannsóknir, atvinnuþróun, menningarmálefni og ferðamennska. Því er mikilvægt fyrir okkur að fylgjast með því sem er að gerast í sambærilegum byggðum í löndunum í kringum okkur og spegla okkar aðferðir, nálgun og verkefnaval. Þannig getum við séð tækifæri, mögulegar lausnir og deilt því sem við erum að gera. Í starfsáætlun Austurbrúar fyrir 2025 endurspeglast áherslur okkar í byggðaþróun og rannsóknum þar sem við munum leggja áherslu á ýmis skipulagsmál, nýsköpun í atvinnulífi og rannsaka áfram samfélag sem býr við náttúruvá,“ segir Tinna.

Landsbyggðarbúskapur og frumkvöðlastarfsemi

Tinna og Sara segja margar áhugaverðar rannsóknir hafa verið kynntar og greinilegt að félagsvísindafólki skortir ekki viðfangsefni. Þær segja að það hafi t.d. verið áhugavert að hlýða á erindi um frumkvöðlastarfsemi þar sem rannsakendur veltu því t.d. fyrir sér hvernig frumkvöðlastarf verði til. Hvernig getur ný staða í landsbyggðunum ýtt undir frekari nýsköpun og frumkvöðlamenningu? Og hvernig er hægt að nýta þekkingu á frumkvöðlastarfi til að ýta undir enn frekari nýsköpun og atvinnuþróun.

Nánari upplýsingar


Tinna Kristbjörg Halldórsdóttir

857 0801 // [email protected]


Sara Elísabet Svansdóttir

896 8501 // [email protected]