„Þetta snýst um að skapa vettvang sem við teljum að sé sárlega þörf á Austurlandi fyrir einstaklinga sem kannski eru utan atvinnumarkaðar eða starfsendurhæfingarúrræða en hafa engu að síður áhuga á að vinna í sér og ná fullum bata. Geðræktar- og virknimiðstöðvarnar verða samastaðir fyrir þessa einstaklinga, þar sem þeir geta komið saman, notið félagsskapar og þannig kveikt virkni hjá viðkomandi,“ segir Sigurlín H. Kjartansdóttir, yfirsálfræðingur Heilbrigðisstofnunar Austurlands, í viðtali við Austurfrétt um verkefnið.

Þetta verkefni er samstarf Austurbrúar, Heilbrigðisstofnunar Austurlands, Starfsendurhæfingar Austurlands og félagþjónustu Fjarðabyggðar og Múlaþings og unnið fyrir styrk úr Alcoa Foundation. Næstu skref í verkefninu fela í sér að hefja tilraunastarfsemi í haust á tveimur stöðum, á Egilsstöðum og í Reyðarfirði.

Undirbúningsferlið er hafið og vilja aðstandendur verkefnisins ná sambandi við líklega notendur í rýnihópum sem settir verða saman í Fjarðabyggð og Múlaþingi. Áhugasamir um þátttöku í þessu samtali eru hvattir til að hafa samband við verkefnisstjóra hjá Austurbrú eða tengiliði hjá samstarfsaðilum verkefnisins.

Þá er hægt að taka þátt í spurningakönnun með því að smella á þennan hlekk. Áætlað er að það taki 2-5 mínútur að svara henni.

Sjá eldri frétt um verkefnið.

Nánari upplýsingar


Tinna Kristbjörg Halldórsdóttir

857 0801 // [email protected]

Fleiri fréttir

Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!

Skoða fréttasafn