Tölvu- og upplýsingatækni

Lýsing: Tilgangur námskeiðsins er að efla færni þátttakenda í almennri tölvunotkun með áherslu á opinn gjaldfrjálsan hugbúnað. Hagnýtt námskeið þar sem farið verður m.a. yfir notkun á ritvinnslu, tölvupósti og dagbók, öryggi í netsamskiptum og leit á netinu.

Kennslutímabil: Kennt verður á miðvikudögum kl. 9:00-12:00 frá 1. október til 3. desember.

Staðsetning kennslu: Fróðleiksmolinn (húsnæði Austurbrúar), Reyðarfirði

Leiðbeinandi: Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir

Verð: 16.500 kr.

Síðasti skráningardagur: 21. september