Viltu hafa áhrif á starfsemi geðræktarmiðstöðvar á Austurlandi?

Ef þú vilt taka þátt í að skipuleggja starfsemi og opnun nýrrar geðræktarmiðstöðvar á Austurlandi með aðsetur á Egilsstöðum og á Reyðarfirði, þá er tækifærið núna!

Um er að ræða þátttöku í fundum með undirbúningsteyminu og samtölum við verkefnastjóra. Markmiðið er að fá innsýn og speglun á verkefnið út frá reynslu og hugmyndum notenda. Tilgangurinn er að móta þjónustu sem mætir þörfum þeirra sem nýta sér úrræðið. Greitt verður fyrir vinnuframlag notendafulltrúa.

Við leitum að einstaklingi sem:

  • Hefur reynslu af geðheilbrigðis-kerfinu.
  • Vill miðla af reynslu sinni.
  • Hefur áhuga á að hafa áhrif á stefnu, dagskrá og fræðslu í geðræktarmiðstöðinni.

Umsóknarfrestur er til 9. september.

Ef þú hefur áhuga á þátttöku, endilega sendu póst á netfangið [email protected]

Við hlökkum til að heyra frá þér og vinna saman að því að skapa öruggt og nærandi rými fyrir geðrækt á Austurlandi.

Frekari upplýsingar


Erna Rakel Baldvinsdóttir

845 2185 // [email protected]