Raddir fólks af erlendum uppruna
Á Íslandi hefur innflytjendum fjölgað jafnt og þétt á síðustu árum og er Austurland enginundantekning. Í landshlutanum eru tæplega 11 þúsund íbúar, af þeim eru um 1500 innflytjendur eða um 15 prósent. Markmið þessa verkefnis er auka upplýsingagjöf til þessa hóps í þeim tilgangi að auka samfélagsþátttöku, virkja mannauðinn sem í hópnum býr, efla samfélagsvitund hans og staðarstolt.
Er Austurland fjölmenningarsamfélag?
Þann 23. júní 2020 stóð Austurbrú fyrir málþingi í Egilsbúð, Neskaupstað, um málefni fólks af erlendum uppruna. Á málþinginu verður fjallað um málefnið á breiðum grunni og tilgangurinn að veita innsýn inn í rannsóknir sem gerðar hafa verið á stöðu fólks af erlendum uppruna auk þess sem fólk með reynslu úr málaflokknum lýsir þeim áskorunum sem samfélagið stendur andspænis þegar kemur að aðlögun útlendinga í íslenskt samfélag. Dagskrá, glærur má finna hér fyrir neðan. Upptökur af málþinginu eru í hlaðvarpi Austurbrúar.
Sjá fréttSérblað um málefni fólks af erlendum uppruna
Austurbrú og Austurglugginn – vikulegt fréttablað Austurlands tóku höndum saman og gáfu út sérstaka útgáfu af blaðinu á ensku sem tileinkuð fólki af erlendum uppruna í fjórðungnum. Meðal efnis voru viðtöl við Elizu Reed, forsetafrú, Gosiu Liberu, starfsmann AFLs, Wölu Abu Libdeh, kennara á Reyðarfirði og knattspyrnuþjálfarann Ljuba Radovanovic. Blaðinu var dreift inn á öll heimili á Austurlandi.
Leiðari framkvæmdastjóra Austurbrúar