Austurland logo

Appið veitir notendum vildarkjör hjá veitingastöðum, verslunum og þjónustuaðilum á Austurlandi, það gefur upplýsingar um helstu viðburði, laus störf, fasteignir á sölu og þá má finna í því upplýsingar um ferðaleiðir, tillögur að frábærum ferðalögum, stuttum sem löngum um Austurland.  Í appinu eru upplýsingar um öll helstu fyrirtæki í landshlutanum og hvaða þjónustu þau hafa upp á að bjóða.

„Austurlands-appið er tilvalið hjálpartæki fyrir fyrirtæki á Austurlandi til að auglýsa sína þjónustu og ná til íbúa og ferðamanna,“ segir Jónína Brynjólfsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú. „Það er að koma sumar og mikilvægt að koma réttum upplýsingum á framfæri við gesti okkar en ekki síður við íbúa svæðisins.“

Hún segir að nýja appið sé einnig hugsað sem gátt inn í landshlutann þar sem fólk, sem t.d. hefur áhuga á að setjast að á Austurlandi, getur nálgast grunnupplýsingar t.a.m. um húsnæði og atvinnu. „Appið sýnir með mjög skýrum hætti hvað afþreying og þjónusta er ótrúlega fjölbreytt á svæðinu,“ segir Jónína og bætir við: „Vonandi mun fjöldi Íslendinga leggja leið sína austur í sumar og þá skiptir máli að þeir fái allar þær upplýsingar sem þeir þurfa til að njóta lífsins í landshlutanum okkar. Og þetta gildir að sjálfsögðu um alla íbúa Austurlands sem vonandi verða duglegir að ferðast um fjórðunginn sinn í sumar.“

Austurlands-appið er frítt fyrir notendur og samstarfsaðila Austurbrúar sem eru rúmlega eitt hundrað talsins og viðbót við önnur verkfæri sem Austurbrú hefur þróað fyrir þá.

Ef þú hefur einhverjar spurningar eða áhuga á því að koma þínu fyrirtæki í Austurlands-appið hafðu þá samband við okkur!

Nánari upplýsingar


Sigfinnur Björnsson

470 3812 // [email protected]