Bryndís er fædd árið 1978 og er menntaður sjúkraþjálfari og kennari en hefur auk þess fjölbreytta reynslu úr heilbrigðis-, mennta- og ferðaþjónustugeiranum. Á síðustu árum hefur hún vakið athygli sem kraftmikill skólameistari Hallormsstaðaskóla en Bryndís hefur leitt umfangsmiklar breytingar á starfi skólans t.d. með þróun námsbrautarinnar skapandi sjálfbærni og við undirbúning á fyrsta staðbundna háskólanáminu á Austurlandi í samstarfi við Háskóla Íslands.