Alíslenskar hljóðgildrur

„Ég tel að hér sé um gott atvinnutækifæri að ræða, fyrir mig og aðra þátttakendur í verkefninu og tel að sú framleiðsla sem hér er teiknuð upp uppfylli kröfur um sjálfbærni og vistvæna framleiðslu og sé jákvætt skref fyrir atvinnulíf og samfélag á Austurlandi“

Hugmyndin af verkefninu kviknaði eftir að Jens hóf að hljóðmeðhöndla heimastúdíó á Egilsstöðum en hingað til hefur steinull verið ódýrasti kosturinn til þess. Jens segir steinullina vera bæði óþægilega í meðhöndlun og þar sem agnir úr henni virðast lengi finna leið út í rýmið þá séu margir sem finna fyrir ofnæmieinkennum þar sem steinull er notuð og aðeins klædd frá með tauefnum. „Í framhaldi af þessu kviknaði sú hugmynd að nota kindaull í þessar svokölluðu hljóðgildrur, eða hljóðdempara. Sem sagt, náttúrulegt og heilnæmt efni,“ segir hann. Jens hafði samband við verksmiðjustjóra í þvottastöðinni á Blönduósi og komst þá að því að mislita ullin er ekki ennþá komin í tísku og þar af leiðandi enn á lágu verði.

„Að mínu mati er hér um tækifæri að ræða til að nýta hráefni af landsins gæðum sem ekki hefur fundist nægilegur markaður fyrir, svo sem mislita ull af lifandi sauðfé og börk lerkitrjáa,“ segir Jens. „Ég tel að hér sé um gott atvinnutækifæri að ræða, fyrir mig og aðra þátttakendur í verkefninu og tel að sú framleiðsla sem hér er teiknuð upp uppfylli kröfur um sjálfbærni og vistvæna framleiðslu og sé jákvætt skref fyrir atvinnulíf og samfélag á Austurlandi.“

Nánari upplýsingar


Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir

470 3871 // [email protected]