Ljóst er að tjón af völdum veðursins er verulegt og raunverulegt umfang þess mun koma í ljós næstu daga. Þá er framundan vinna hjá fjölmörgum aðilum við að fara yfir atburðarásina, meta áhrifin og greina hvaða úrbóta er þörf. Raforkuinnviðir á norðausturhluta landsins brugðust og ljóst að grípa þarf til ráðstafana til að tryggja þá enn frekar.

Á svona stundum birtist styrkur samfélagsins á Austurlandi þar sem íbúar hjálpast að við að takast á við náttúruöflin sem og afleiðingar þess.

AUSTURLAND – STERKT SAMFÉLAG