Ert þú framsækinn og drífandi verkefnastjóri? Hefur þú brennandi áhuga á ferðamálum og jákvæðri þróun Austurlands? Ertu öflugur í teymisvinnu og átt auðvelt með að skapa heildarsýn yfir málefni?
Austurbrú auglýsir starf verkefnastjóra ferðamála á Austurlandi. Starfið felst í að vinna með samstarfsaðilum í ferðaþjónustu á Austurlandi að uppbyggingu og markaðssetningu landshlutans sem spennandi áfangastaðar.
Helstu verkefni starfsins eru samskipti við ferðaþjónustuaðila á Austurlandi, umsjón með samstarfssamningum, gerð markaðsefnis og þátttaka í viðburðum s.s. ferðasýningum og fundum. Virk þátttaka í starfi markaðsteymis Áfangastaðastofu Austurlands innan og utan fjórðungs. Verkefnið er á svæðisvísu og verkefnastjóri mun vinna með hagaðilum á öllu Austurlandi. Þekking á umhverfi og samfélagi Austurlands er mikill kostur.
Við leitum að verkefnastjóra sem er jákvæður og skipulagður, á auðvelt með að skapa tengsl og eiga í samskiptum við ólíka aðila. Ef þú vilt vinna að mikilvægum og kraftmiklum verkefnum sem fela í sér fjölbreytt viðfangsefni sem efla Austurland, þá er þetta starfið fyrir þig.
Óskað er eftir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Búseta á Austurlandi er skilyrði en verkefnastjóri getur valið hvaða starfsstöð Austurbrúar sem aðalsstarfsstöð.
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Visku.
Umsóknarfrestur er til og með 27. nóvember.
Umsókn skal fylgja:
Umsóknir skal senda til Tinnu Halldórsdóttur yfirverkefnastjóra innri mála [email protected]
Austurbrú er þverfaglegur og spennandi vinnustaður sem er leiðandi í stoðþjónustu á Austurlandi hvað varðar atvinnulíf, menntun, byggðaþróun og menningu. Austurbrú hefur hlotið jafnlaunavottun og er EQM vottuð stofnun á sviði fræðslumála og á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki undanfarin ár.
Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn