Verkefnastjórinn mun sinna samstarfi Háskólans í Reykjavík og Háskólans á Akureyri um kennslu í Háskólagrunni HR á Austurlandi. Í því felst skipulag kennslu í samstarfi við frumgreinadeild HR, kennsla í verkefna- og dæmatímum ásamt áframhaldandi uppbyggingu á samstarfi HA og HR á Austurlandi.

Um er að ræða ráðningu til árs með möguleika á framlengingu í allt að tveggja ára ráðningu. Ráðið er í stöðuna frá og með 1. júlí 2022 eða skv. samkomulagi. Næsti yfirmaður er verkefnastjóri tölvunarfræði HA/HR. Starfsstöð verkefnastjóra er á Reyðarfirði.

 

Helstu fylgigögn með umsókn eru:

  • Greinargóð skýrsla um náms- og starfsferil.
  • Kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið.
  • Staðfest afrit af öllum viðeigandi prófskírteinum á íslensku eða ensku.
  • Umsagnir um kennslu- og stjórnunarstörf umsækjanda eftir því sem við á.
  • Tilnefna skal tvo meðmælendur, æskilegt er að annar þeirra sé næsti yfirmaður í núverandi starfi eða fyrra starfi umsækjanda.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Að veita forystu samstarfi HR/HA um nám á Austurlandi.
  • Umsjón með nemendahóp HR/HA sem stundar nám í Háskólagrunni HR á Austurlandi.
  • Kennsla í verkefna- og dæmatímum.
  • Verkefni er tengjast uppbyggingu háskólanáms HR/HA á Austurlandi

 

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af kennslu æskileg.
  • Reynsla af verkefnastjórnun kostur.
  • Frumkvæði og góð samskiptahæfni.
  • Skipulags- og stjórnunarhæfni.
  • Góð íslensku og ensku kunnátta.
  • Góð almenn tölvu kunnátta.

Umsóknarfrestur er til og með 13.06.2022

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara á Akureyri hafa gert.

Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknar til greina og áskilja háskólarnir sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu í starfið hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Starfshlutfall er 100%

 

Nánari upplýsingar veita

Ólafur Jónsson, verkefnastjóri HA: [email protected] // 4608097

Tinna Kristbjörg Halldórsdóttir, mannauðsmál Austurbrú: [email protected] // 4703802

Smelltu hér til að sækja um starfið