Ert þú drífandi og skipulagður leiðtogi með brennandi áhuga á að efla fræðslustarfsemi atvinnulífsins?
Austurbrú auglýsir eftir verkefnastjóra til að sinna fjölbreyttum, þverfaglegum verkefnum á sviði fræðslumála og þekkingarmiðlunar. Meginverkefni starfsins eru annars vegar að sinna kjarnaverkefnum málaflokksins svo sem umsjón prófa og háskólaþjónustu á Austurlandi, hins vegar mótun, umsjón og framkvæmd tímabundinna og breytilegra verkefna. Í starfinu felst að miðla upplýsingum og þekkingu, sinna samskiptum við einstaklinga, fyrirtæki og aðra hagaðila auk teymisvinnu fjölbreyttra verkefna málaflokksins.
Við leitum að verkefnastjóra sem er skapandi, lausnamiðaður og skipulagður og á auðvelt með að skapa tengsl og eiga í samskiptum við ólíka aðila. Ef þú vilt vinna að kraftmiklum verkefnum sem fela í sér fjölbreytt viðfangsefni sem efla einstaklinga, vinnustaði og samfélagið, þá er þetta starfið fyrir þig.
Ef þú ert tilbúinn að taka að þér þetta ábyrgðarmikla hlutverk og stuðla að framförum í samfélaginu, sendu okkur umsókn með ferilskrá og kynningarbréfi þar sem þú lýsir hvernig þú uppfyllir kröfur starfsins.
Umsóknir skal senda til Tinnu Halldórsdóttur, yfirverkefnastjóra innri mála: [email protected]
Umsóknarfrestur er til og með 2. febrúar.
Við hvetjum einstaklinga af öllum kynjum til að sækja um.
Við óskum eftir að þú getir hafið störf sem fyrst í að lágmarki 80% starfshlutfalli. Búseta á Austurlandi er lykilatriði til að taka virkan þátt í uppbyggingu svæðisins og þróa lausnir sem hafa bein áhrif á samfélagið. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Visku.
Þetta er einstakt tækifæri fyrir þig sem vilt hafa raunveruleg áhrif á þróun samfélagsins, starfa í metnaðarfullu umhverfi og leggja þitt af mörkum til framtíðaruppbyggingar Austurlands.
Austurbrú er þverfaglegur vinnustaður þar sem unnið er í öflugum teymum sérfræðinga í stoðþjónustu. Áhersla er lögð á atvinnulíf, menntun, byggðaþróun og menningu á Austurlandi. Austurbrú hefur fengið jafnlaunavottun og vottun um framúrskarandi gæði í fræðslumálum, auk þess að vera á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki síðustu ár.
Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn