Heildarfjárhæð styrkja árið 2021 er 100 milljónir króna, en hámarksstyrkur til hvers verkefnis er 20 milljónir króna og er úthlutað til árs í senn. Ráðherra mun skipa matshóp sem fer yfir styrkhæfi umsókna í samræmi við nýsköpunarstefnu og áherslur stjórnvalda. Hópurinn gerir tillögur til ráðherra um veitingu styrkja.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir og skal þeim skilað rafrænt á eyðublaðavef stjórnarráðsins
Umsóknarfrestur er til 22. mars 2021.

Við hvetjum íbúa Austurlands til að kynna sér málið og minnum á að atvinnuráðgjafar okkar eru ávallt til þjónustu reiðubúnir.

Nánari upplýsingar