Viðhorf og reynsla notenda

Loftbrúin hófst fyrir um ári síðan og snýst verkefnið um að kanna viðhorf og reynslu notenda um gildi og hlutverk úrræðisins út frá reynslu notendahópsins s.s. samsetningu hóps, tilgang ferða, fjölda ferða, kosti og annmarka sem og jöfnun aðgengis að þjónustu. Að auki munu rannsakendur skoða ferðir í stærra samgöngusamhengi varðandi ferðir til og frá flugvöllum, hvort ferðast er á einkabílum eða með almenningssamgöngum. Þá verður grennslast fyrir um aðgengisupplifun notenda, upplýsingagjöf, bókanir og ýmislegt fleira.

Samstarfsaðilar Austurbrúar í verkefninu eru Vegagerðin, öll landshlutasamtök sem ná yfir þau póstnúmer sem tilheyra þeim hópi lögheimila sem aðgang hefur að Loftbrúnni, Highlands and Islands Enterprise (HIE) og Transborg Scotland. Austurbrú hefur umsjón með verkefninu og fær til þess ráðgjöf og stuðning allra aðila. Vinna við rannsóknina er þegar hafin og gróf tímaáætlun gerir ráð fyrir að hægt verði að kynna niðurstöður næsta haust.

Verkefnið hlaut styrk upp á sjö milljónir króna sem veittur var á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2021-2022. Markmið með framlögunum er að styðja við áframhaldandi þróun almenningssamgangna um land allt.

Nánari upplýsingar


Tinna Kristbjörg Halldórsdóttir

857 0801 // [email protected]