Mas fundur nóv 2024

Samstarf markaðsstofanna hefur aukist mikið á síðastliðnum árum og kemur hópurinn saman einu sinni til tvisvar á ári til að fara yfir sameiginleg málefni en markaðsstofurnar eru hver í sínum landshluta. Þær eru samvinnuvettvangur ríkis, sveitarfélaga, ferðaþjónustufyrirtækja og annara hagsmunaaðila um ferðamál og huga að þróun ferðamála landshlutanna til framtíðar.

Markaðsstofur landshlutanna eru sjö talsins; á Austurlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi, Vesturlandi, Reykjanesi, Höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi. Hlutverk þeirra að samræma markaðs- og kynningarmál í ferðaþjónustu, sjá um útgáfumál, móttöku blaðamanna ásamt því að sinna beinni markaðssetningu og vinnu við vöruþróun í ferðaþjónustu.

Nánari upplýsingar


Alexandra Tómasdóttir

865 4277 // [email protected]


Sigfinnur Björnsson

470 3812 // [email protected]