Náms- og starfsráðgjöf
Náms- og starfsráðgjafi er með aðsetur í Neskaupstað en kemur reglulega á aðrar starfsstöðvar Austurbrúar eftir þörfum. Hjá ráðgjafanum getur þú:
- Fengið upplýsingar um nám og störf
- Fengið þjónustu vegna raunfærnimats
- Fengið upplýsingar um mögulegar námsleiðir og styrki
- Fengið aðstoð við gerð ferilskrár (CV)
- Tekið áhugasviðskönnun
- Fengið aðstoð við að setja þér markmið, m.a. hvað varðar nám, starf, líðan eða lífssíl
- Fengið ráðgjöf um persónuleg málefni
- Náms- starfsráðgjafi vinnur samkvæmt siðareglum Félags náms- og starfsráðgjafa, er bundinn trúnaði um málefni þín og aðstoðar þig án endurgjalds.
Finnum þína leið
Í heimsókn hjá ráðgjafa má:
- Fá aðstoð við að setja sér markmið
- Taka áhugasviðskönnun
- Skoða mögulegar námsleiðir
- Fá aðstoð við gerð ferilskrár
- Fá þjónustu vegna raunfærnimats
- Fá aðstoð við að sækja um nám
- Fá aðstoð við mat á námi
Af hverju?
- Áhugasviðskönnun – Þegar þú veist hvar áhuginn liggur er auðveldara að taka næstu skref.
- Ferilskrá – Bættu stöðu þína á vinnumarkaði og fáðu aðstoð við að gera vandaða ferilskrá.
- Námsval – Það eru fjölmargar námsleiðir í boði. Við hjálpum þér að finna þína leið.
- Raunfærnimat – Við metum reynslu inn í skólakerfið og þannig getur þú stytt formlegt nám.
- Sjálfsstyrking – Mikilvægt er að þekkja styrkleika sína og hafa trú á eigin getu.
- Markmiðasetning – Það bætir árangur að setja sér mælanleg og raunhæf markmið.
Rafrænt námsefni
Við bjóðum upp á námsefni sem fjallar um hvernig byggja skal upp ferilskrá með ýmsum tilbúnum sniðmátum. Þetta námsefni er rafrænt og þátttakendum að kostnaðarlausu.
NánarNánari upplýsingar

Hrönn Grímsdóttir