Næsta námskeið:2. október - 2. október
Staðsetning: Fróðleiksmolinn, Reyðarfjörður
Færðu færni þína í gervigreind á næsta stig með þessu hagnýta námskeiði. Námskeiðið er sérstaklega ætlað þeim sem þegar kunna á ChatGPT en vilja kafa dýpra. Hér er lögð áhersla á praktíska þekkingu, gagnrýna hugsun og verklegar æfingar sem gera þátttakendum kleift að leysa flóknari verkefni með hjálp gervigreindar. Þú öðlast einnig innsýn í það hvernig undirliggjandi tæknin virkar og færð dýpri skilning á bæði möguleikum og takmörkunum AI.
Meðal efnisþátta er noktun gervigreindar fyrir lengra komna, svo sem RAG (retrieval augmented generation), sem gerir ChatGPT kleift að vinna með gögn úr þínum eigin skjalasöfnum, og notkun erindreka (e. agents) sem geta sjálfvirkt framkvæmt lengri verkefni. Þú lærir líka hvernig mismunandi líkön virka og hvenær þau henta best.
Tryggðu þér forskot með því að öðlast sérhæfða færni í notkun gervigreindar við raunverulegar áskoranir í starfi þínu.
Tímasetning: 2. október kl. 9:00-12:00
Staðsetning: Húsnæði Austurbrúar (Fróðleiksmolinn), Búðareyri 1, Reyðarfjörður
Kennari: Kennslan er í höndum sérfræðings frá Javelin AI, fyrirtæki sem sérhæfir sig í fræðslu og ráðgjöf um hagnýtingu gervigreindar. Höfundur námskeiðsins er Sverrir Heiðar Davíðsson, MSc í gervigreind og gagnavísindum, sem hefur víðtæka reynslu af því að kenna gervigreind í atvinnulífinu og hefur haldið fyrirlestra og námskeið fyrir fjölmörg fyrirtæki og stofnanir síðan í október 2023.
Verð: 39.500 kr.
Síðasti skráningardagur: 18. september
Námskeiðið verður aðeins kennt ef lágmarksþátttaka næst.
Við bjóðum líka upp á grunnnámskeið í ChatGPT: Frekari upplýsingar
Hjá Austurbrú er boðið er upp á fjölda námskeiða og lengri námsleiða. Kynntu þér úrvalið!
Skoða námskeið