Enska fyrir fullorðna – grunnfærni með áherslu á talað mál

Námslýsing: Þetta námskeið er ætlað fullorðnum sem vilja styrkja grunnfærni sína í ensku, með sérstakri áherslu á tal og hlustun. Unnið er með orðaforða og setningagerð sem nýtist í daglegu lífi, til dæmis í samtölum, verslunarferðum, ferðalögum og á vinnustöðum. Nemendur taka þátt í fjölbreyttum talæfingum, hlusta á einfaldan texta og lesa léttlestrarbækur og greinar, meðal annars af vefmiðlum. Áhersla er lögð á að byggja upp sjálfstraust í að skilja og tjá sig á einfaldri ensku í raunverulegum aðstæðum. Einnig eru gerðar einfaldar ritunaræfingar til að styrkja málnotkun. Námskeiðið miðast við A1-stig samkvæmt evrópska tungumálarammanum.

Kennslufyrirkomulag: Kennt verður á fjórum laugardögum. Einnig verður fjarkennsla á Zoom eða Teams einu sinni í viku (2 klst eftir kl. 17:00) frá 8. september til 24. október.

  • Laugardagskennsla:
  • 6. september kl. 9:00-13:00
  • 20. september kl. 9:00-13:00
  • 4. september kl. 9:00-13:00
  • 18. september kl. 9:00-13:00
  • Kennslulotur: Kennt verður á fimmtudögum kl. 9:00-11:00 á tímabilinu 6. september til 6. nóvember.

Verð: 18.400 kr.
Þátttakendur eru hvattir til að kanna rétt sinn varðandi niðurgreiðslu á þátttökugjöldum hjá sínu stéttarfélagi.

Kennari: Joanna Katarzyna Mrowiec, enskukennari sem er bæði íslensku- og pólskumælandi.

Síðasti skráningardagur: 24. ágúst.

Námskeiðið verður aðeins kennt ef næg þátttaka næst úr markhópi (markhópur framhaldsfræðslunnar eru þau sem ekki hafa lokið námi á framhaldsskólastigi á Íslandi).

Frekari upplýsingar


Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir

470 3827 // [email protected]

Námskeið

Hjá Austurbrú er boðið er upp á fjölda námskeiða og lengri námsleiða. Kynntu þér úrvalið!

Skoða námskeið