Námskeið haldið á Vonarlandi á Egilsstöðum þriðjudaginn 23. janúar um ný persónuverndarlög. Athugið að námskeiðið er bæði haldið fyrir og eftir hádegi. Fyrra námskeiðið er frá kl. 9 til 12 og er ætlað starfsfólki sveitarfélaga og undirstofnana. Seinna námskeiðið er frá 13 til 16 og er fyrir starfsmenn fyrirtækja og stofnana.
Námskeið haldið á Vonarlandi á Egilsstöðum þriðjudaginn 23. janúar. Athugið að námskeiðið er bæði haldið fyrir og eftir hádegi. Fyrra námskeiðið er frá kl. 9 til 12 og er ætlað starfsfólki sveitarfélaga og undirstofnana. Seinna námskeiðið er frá 13 til 16 og er fyrir starfsmenn fyrirtækja og stofnana.
Í maí 2018 mun ný persónuverndarlöggjöf taka gildi. Lögin munu ná yfir allar stofnanir, fyrirtæki og aðra sem vinna með persónuupplýsingar um eigið starfsfólk, viðskiptavini, notendur eða aðra. Nýju löggjöfinni fylgja fleiri og strangari skuldbindingar en áður og mun hún breyta starfsumhverfi allra sem vinna með persónuupplýsingar. Því er mikilvægt að undirbúa innleiðingu laganna vel.
Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig best er að haga undirbúningi fyrir gildistöku laganna. Farið verður yfir megininntak laganna, kröfur sem þau hafa í för með sér og persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga með hliðsjón af þeim. Rætt verður hvað beri að varast, hverju þurfi mögulega að breyta og hvernig rétt sé að bregðast við. Sýnd verða dæmi um verklagsreglur og aðgerðaáætlanir.
Í lok námskeiðsins er stefnt að því að þátttakendur geri sér grein fyrir hvaða breytingar löggjöfin kallar á innan þeirra stofnana og átti sig á hvaða verkefni þarf að ráðast í áður en hún tekur gildi.
Leiðbeinendur: Jóhannes Stefánsson héraðsdómslögmaður og sérfræðingur í persónuvernd og Jón Kr. Ragnarsson upplýsingaöryggisstjóri hjá Þekkingu.
Verð: 29.500
Skráning: á [email protected] fyrir 16. janúar 2018.
Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn