Í vor og sumar hafa nokkrir nýir verkefnastjórar tekið til starfa hjá Austurbrú.
Í vor og sumar hafa nokkrir nýir verkefnastjórar tekið til starfa hjá Austurbrú.
Valdís Vaka Kristjánsdóttir tók til starfa sem verkefnastjóri á starfsstöðinni á Egilsstöðum. Hennar helstu verkefni eru á sviði reikningsskila og sjóðstreymis. Valdís er með B.S.-gráðu í viðskiptafræði og M.S.-gráðu í stjórnun og stefnumótun. Áður starfaði Valdís sem sérfræðingur á fjármálasviði Fljótsdalshéraðs.
Esther Ösp Gunnarsdóttir og Ingvi Örn Þorsteinsson tóku til starfa sem verkefnastjórar vefmála og hönnunar. Esther Ösp er með B.A.-gráðu í íslensku, M.A.-gráðu í ritstjórn og útgáfu og diplóma í grafískri hönnun. Hún starfaði áður sjálfstætt við útgáfu, markaðsmál, vefumsjón og hönnun og hefur aðsetur á Reyðarfirði. Ingvi Örn er menntaður margmiðlunarhönnuður og starfaði áður sjálfstætt við útgáfumál, hönnun fyrir prent- og skjámiðla, myndbandagerð og kvikun en þar áður hjá Íslensku auglýsingastofunni. Ingvi Örn hefur aðsetur á Seyðisfirði.
Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir tók til starfa sem verkefnastjóri í fræðslumálum á starfsstöðinni á Reyðarfirði. Hennar verkefni eru á sviði símenntunar, námsleiða eins og Stóriðjuskólanum, þjónustu við háskólanema auk umsjónar með ýmsum námskeiðum. Þorbjörg er með B.Ed.-gráðu í kennslufræðum og diploma í náms- og starfsráðgjöf og starfaði áður sem áfangastjóri Verkmenntaskóla Austurlands.
Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir tók til starfa sem verkefnastjóri á starfsstöðinni á Djúpavogi. Verkefni hennar eru á sviði fræðslumála, menningarmála auk annarra sérverkefna. Halldóra er kennaramenntuð og hefur umfangsmikla starfsreynslu úr fræðslumálum en hún starfaði áður sem skólastjóri Grunnskóla Djúpavogs.
Í september tekur Arnar Úlfarsson til starfa sem verkefnastjóri á starfsstöðinni á Egilsstöðum. Hans verkefni eru á sviði fræðslumála, s.s. umsjón fræðsluáætlana, námsleiða og námskeiða auk þátttöku í umsjón sjálfbærniverkefnis Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar. Arnar er með meistarapróf í grunnskólakennarafræðum með áherslu á upplýsingatækni. Hann starfaði áður sem verkefnastjóri tæknideildar hjá Securitas á Akureyri auk þess að hafa reynslu af kennslu o.fl.
Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn