Austurbrú
  • Fræðslumál
    • Fyrirtækjafræðsla
    • Fullorðinsfræðsla fatlaðra
    • Háskólanám
    • Lísa – lærum íslensku
    • Námskeið
    • Náms- og starfsráðgjöf
    • Raunfærnimat
  • Byggðaþróun og atvinna
    • Um málaflokkinn
    • Fjármögnun og styrkir
    • Ráðgjöf
    • Áfangastaðurinn Austurland – markassetning
    • Menning
    • Matarauður Austurlands
    • Óstaðbundin störf og vinnurými
    • Samstarfssamningar
    • Sterkari Stöðvarfjörður
    • Svæðisáætlun um úrgangsmál
  • Rannsóknir og samfélagsþróun
    • Um málaflokkinn
    • Farsældarráð á Austurlandi
    • Helstu verkefni
    • Rannsóknir
    • Sjálfbærniverkefnið
  • Austurbrú
    • Um Austurbrú
    • Ábendingar
    • Ársrit 2024
    • Gagnasafn
    • Fyrir fjölmiðla
    • Starfsfólk
    • Stefnur og reglur
    • Stjórn og skipulag
    • Störf í boði
    • English: About Austurbrú
  • SSA
    • Um SSA
    • Ársrit 2024
    • Efnahagsumsvif Austurlands
    • Fundargerðir og gögn
    • Fyrir fjölmiðla
    • Menningarverðlaun SSA
    • Sóknaráætlun Austurlands
    • Starfsfólk og stjórn
    • Sveitarfélög á Austurlandi
    • Svæðisskipulag Austurlands
    • Uppbyggingarsjóður Austurlands

Sigrún Jóhanna gengur til liðs við Austurbrú

13. júní 2025

Sigrún Jóhanna Þráinsdóttir hefur hafið störf hjá Austurbrú sem verkefnastjóri í markaðsteyminu. Hún hóf störf um mánaðarmótin og verður með starfsaðstöðu á Egilsstöðum. Með ráðningu Sigrúnar styrkist enn frekar sú vinna sem lögð er í að efla markaðsstarf Austurlands sem spennandi áfangastaðar fyrir ferðamenn.

Sigrún mun sinna fjölbreyttum verkefnum, meðal annars halda utan um samskipti við samstarfsaðila, sjá um skipulagningu viðburða á borð við Mannamót og haustfund ferðaþjónustunnar á Austurlandi, taka þátt í sölusýningum og sinna öðrum tilfallandi verkefnum á sviði markaðsmála.

„Ég hef langa reynslu úr ferðaþjónustunni og fyrirtækjarekstri á svæðinu,“ segir Sigrún. „Ég tel mig hafa góðan skilning á því krefjandi umhverfi sem ferðaþjónustan starfar við og vona að ég geti nýtt þá þekkingu sem ég hef til að styðja við áframhaldandi uppbyggingu greinarinnar í landshlutanum.“

Sigrún er fædd á Akureyri en ólst að mestu upp í Reykjavík og á Spáni. Hún lauk framhaldsskóla á Egilsstöðum árið 2005 og fluttist aftur austur með fjölskyldu sinni árið 2011. Hún stýrði rekstri 701 Hótels til ársins 2023 og þekkir því vel til ferðaþjónustu auk þess að vera vel staðkunnug.

„Uppbyggingin í ferðaþjónustu á svæðinu hefur verið mikil á undanförnum árum og það hefur verið gaman að fylgjast með henni þróast frá ári til árs,“ segir hún og bætir við: „Við eigum enn mikið inni og ég tel að frábærir hlutir eigi eftir að gerast hér á næstu árum.“

Austurbrú býður Sigrúnu Jóhönnu hjartanlega velkomna til starfa!

Fleiri fréttir

Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!

Skoða fréttasafn

Taktu þátt í könnun um menntun á Austurlandi

29/8 2025

Austurbrú stendur nú fyrir tveimur könnunum um menntunarmöguleika á Austurlandi – annars…

Nánar
Próf námskeið

Sinfónían streymir í fimm sundlaugar á Austurlandi

28/8 2025

Næstkomandi föstudagskvöld, kl. 20:00, geta sundlaugargestir á Eskifirði, Neskaupstað, Egilsstöðum, Seyðisfirði og…

Nánar
Egilsstaðir, sundlaug, Fljótsdalshérað, samfélag, barn, börn. Ljósmynd: Jessica Auer.

Viltu hafa áhrif á framtíð innflytjendamála á Austurlandi?

25/8 2025

Nánar

Eva Jörgensen ráðin verkefnastjóri háskólamála

18/8 2025

Austurbrú hefur ráðið Evu Jörgensen sem verkefnastjóra háskólamála. Hún hóf störf nýlega…

Nánar

Stjórna konur Austurlandi?

6/8 2025

Kynjahlutfall í vinnuafli á Austurlandi hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum…

Nánar

Metfjöldi þreytti próf hjá Austurbrú

4/7 2025

Nánar

Forvitnir frumkvöðlar: Leiðir að eigin rekstri

4/7 2025

Síðasti hádegisfyrirlestur Forvitna frumkvöðla var þann 3. júní sl. þar sem Páll…

Nánar

Sveitarfélögin sameinast um úrgangsstefnu til 2035

2/7 2025

Sveitarfélögin á Austurlandi hafa nú öll samþykkt nýja svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs…

Nánar
Austurbrú
Austurbrú ses.
Tjarnarbraut 39e,
700 Egilsstaðir, Ísland

kt. 640512-0160

[email protected]

  • ÍST 85
  • facebook
  • Senda ábendingu
  • Persónuverndarstefna
  • Starfsstöðvar
  • kt. 640512-0160
  • 470 3800
  • [email protected]