Austurbrú býður öllum íbúum og hagsmunaaðilum að taka þátt í opnum kynningarfundum á drögum Sóknaráætlunar Austurlands.
Sóknaráætlun Austurlands 2025-2029 felur í sér stöðumat, framtíðarsýn, markmið og aðgerðir. Hún er fimm ára aðgerðaáætlun og er hluti umfangsmeiri aðgerðaáætlunar Svæðisskipulags Austurlands sem gildir til 2044. Sóknaráætlun er sett fram á sama hátt og Svæðisskipulagið hvað varðar málaflokka aðgerða en áhersla er á aðgerðir í atvinnulífi, byggðaþróun, menningu og umhverfi. Íbúum og hagsmunaaðilum er boðið á kynningu á áætluninni og að gera athugasemdir við hana í samráðsgátt stjórnvalda.
Opið fyrir umsagnir til og með 6. desember í samráðsgátt stjórnvalda.
Miðvikudaginn 27. nóvember kl. 17-18
Meeting ID: 858 4243 7137
Passcode: 865015
Tengjast fundi
Föstudaginn 29. nóvember kl. 12-13
Meeting ID: 857 4027 7616
Passcode: 744254
Tengjast fundi
Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn