Fólk af erlendum uppruna
Lýðheilsa
Fólk af erlendum uppruna
Íbúar af erlendum uppruna eru um 16,8% af heildaríbúafjölda Austurlands og hefur fjölgað frá 2011. Meðalaldur þeirra er 33,8 ár samanborið við Íslendinga sem er 38,8 ár. Meðalaldur íbúa Austurlands er frá 38,2 til 47,1 ár eftir sveitarfélögum. Námskeið í íslensku hafa verið vel sótt og ríkisborgaraprófum fjölgað mjög; voru 7 árið 2020 en 37 árið 2024.
Lýðheilsa
Austfirðingar eru undir landsmeðaltali þegar kemur að áhættudrykkju, reykingum, kyrrsetu, sýklalyfjaávísunum, fjárhagserfiðleikum og fjölda háskólamenntaðra. Mun færri fara til geðlæknis en fleiri á heilsugæslu vegna geð- og atferlisraskana. Austfirðingar taka meira af blóðfitu-, blóðsykurs- og háþrýstilækkandi lyfjum og neyta rauðs kjöts í meira mæli en landsmeðaltal segir til um. Ánægja með þjónustu og traust til heilsugæslu hefur vaxið og er meiri en á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni í heild.
Nýsköpun
Öryggi
Nýsköpun
Uppbyggingarsjóður Austurlands styrkir um 30 atvinnu- og nýsköpunarverkefni árlega. Árið 2023 fengu 36,8% umsókna frá Austurlandi styrki frá Rannís að upphæð 76.400.603 kr. en hlutfall umsókna frá Austurlandi er aðeins 0,01% af heild. Styrkir frá Lóunni eru breytilegir á milli ára; 2023 fengu 4 austfirsk fyrirtæki styrk en 2024 aðeins ein af sex umsóknum sem bárust frá Austurlandi. Um 90 umsóknir berast árlega í sjóðinn.
Öryggi
Verkefnið Öruggara Austurland hófst 2023 sem samráðsvettvangur um afbrotavarnir. Tíðni afbrota á Austurlandi er mun lægri en landsmeðaltal er varðar auðgunarbrot, ofbeldisbrot, eignaspjöll eða fíkniefnabrot en aukning hefur orðið á ofbeldisbrotum, 31,4 á hverja íbúa 2022 en 55,2 á landsvísu. Umferðalagabrot eru hins vegar algengari á Austurlandi en að meðaltali, 1675 á hverja 10.000 íbúa. Ótti við glæpi í nærumhverfi er enda mun minni
en á landinu öllu; 5,2 á móti 12,3 árið 2023.
Börn
Háskólanám
Börn
Verkefnastjóri farsældarmála á Austurlandi verður tveggja ára verkefni frá 2025-2027 og markmiðið er að koma á fót Farsældarráði á Austurlandi. Um 30% þeirra sem starfa við kennslu eru án starfsréttinda sem er mun hærra en landsmeðaltal. Lýðheilsuvísar benda til meiri einmanaleika meðal ungmenna á Austurlandi og fleirum finnst þau utangarðs í skóla. Neysla orkudrykkja og nikotínpúða er hærri og fleiri hafa prófað áfengi í 10. bekk. Dregið hefur úr álagi og þreytu barna og ungmenna á milli ára (6., 8. og 10. bekkur).
Háskólanám
Námsleiðin Skapandi sjálfbærni við Hallormsstaðaskóla var færð upp á háskólastig innan Menntavísindasviðs HÍ og í Skálanesi í Seyðisfirði er gátt inn í erlent háskólastarf með vettvangsnámi. Nemendum í fjarnámi á háskólastigi fjölgar, t.d. voru tekin 723 próf á Austurlandi árið 2023 en voru 490 árið 2021. Austurland er þátttakandi í mörgum rannsóknarverkefnum; alþjóðlegum, evrópskum og innlendum.