Mælanleg markmið Mælikvarði Mælitæki og gögn
Svæðisskipulag Austurlands gætt lífi með aðgerðaráætlun sem haldið er að íbúum og hagaðilum með kynningum, umfjöllun um efni hennar og aðgerðir. Aðgerðaráætlun til og fyrstu hlutar framkvæmdir. Aðgerðaráætlun og stöðutaka.
Auknir hvatar frá sveitarfélögum og fyrirtækjum til erlendra íbúa að læra íslensku í staðarnámi á hentugum tíma eða með öðru móti, t.d. appi og styðja við nám þeirra innan sem utan vinnu með fjölbreyttum hætti. Aukið framboð íslensku­náms m.t.t tíma og aðferða. Stöðutaka
Fjölmenningarráðum verði komið á fót í öllum sveitarfélögum til að auka virkni einstaklinga af erlendum uppruna í samfélaginu. Samstarf ráðanna í fjórðungnum verði tryggt. Fjöldi ráða og samstarfs­vettvangur. Stöðutaka
Aðstaða til háskólanáms bætt til fjar- og staðarnáms. Fjölga námsskeiðum sem tengjast sérstöðu Austurlands og staðlotum/vettvangsnámi háskólanáms er tengist svæðinu. Umfang aðstöðu og fjöldi námskeiða. Stöðutaka
Áhersla á fjar- og staðkennslu sé aukin. Stefnt að því að fjarkennsla/lotur standi til boða í öllum háskólafögum, svo og möguleikar á taka verklega hluta náms á Austurlandi. Þá verði staðkennsla á háskólastigi einnig í boði samfara fjölgun þeirra sem kenna í fjarkennslu frá Austurlandi. Fjöldi námsleiða, dreifnáms og verklegs náms í boði. Stöðutaka 2025/2029
Með samkomulagi við viðeigandi ráðuneyti um aukna fjármögnun verði nýjum flokki styrkja bætt við Uppbyggingarsjóð Austurlands sem styðji við rannsóknir. Nýjum flokki bætt við Fjöldi rannsókna sem hlýtur styrk úr sjóðnum.
Markvisst sé stefnt að því að auka stuðning til nýsköpunar á svæðinu, m.a. með stuðningi við frumkvöðla sem sækja í samkeppnissjóði. Þá sé áhersla á að landsbyggðinni séu tryggðir lágmarksfjármunir úr styrktarsjóðum til að jafna samkeppnisaðstöðu. Fjöldi styrkveitinga til Austurlands. Stöðutaka 2025/2029
Unnin skýr framtíðarsýn í heilbrigðisþjónustu fyrir svæðið í samvinnu við Heilbrigðisstofnun Austurlands. Hugað verði sérstaklega að aðgerðum sem tengjast stækkandi hópi eldri íbúa á svæðinu. Framtíðarsýn liggi fyrir.
Stofnanir, skólar og einkaaðilar taki höndum saman til úrbóta í geðheilbrigðismálum. Virknimiðstöðvar verði settar upp á 2-3 stöðum á Austurlandi, fræðsla fagaðila aukin og þjónusta geðheilbrigðisteymis styrkt. Bráðavakt verði 24/7 á umdæmissjúkrahúsi HSA. Tilurð virknimiðstöðva og bætt þjónusta. Stöðutaka
Sveitarfélög uppfæri/vinni heildstæða velferðarstefnu sem nái utan um menntun og málefni fjölskyldunnar Uppfærð velferðarstefna. Ein aðgerð
Unnið verður áfram markvisst að samþættri þjónustu um farsæld barna og sett fram aðgerðaráætlun. Aðgerðaráætlun sé til.