Matvælaframleiðsla

Matarauður Austurlands er verkefni sem unnið er að innan Austurbrúar og þar sem stutt er við matvælaframleiðendur á svæðinu með auknu samstarfi og sýnileika. Unnið er að því að framleiðendur kynni vörur sínar með Austurlandsstjörn­unni, sem staðfestir að varan sé framleidd á Austurlandi og/eða unnin úr aust­firskum hráefnum.

Rannsóknir

Unnið er að fjölda ólíkra rannsókna allt frá lífmassaveri sem þróar hliðarafurðir matvæla, til rannsókna á hreindýrum. Stefnt er að því að tengja betur þá aðila sem stunda rannsóknir og fræðimennsku á Austurlandi.​

Ferðaþjónusta

Árið 2022 voru 156 fyrirtæki starfandi í ferða­þjónustu með ríflega 772 stöðugildi. ​Gistinætur 2024 í lok september voru um 16.000.

Metin umsvif ferðaþjónstu
Gjaldeyristekjur Austurlands af erlendum ferðamönnum: 21,3 mlja. kr.
Tekjur á Austurlandi af íslenskum ferðamönnum: 22,2 mlja. kr.
Aðrar tekjur á Austurlandi af íslenskum ferðamönnum: 0,7 mlja. kr.
Heildarumsvif ferðaþjónustu á Austurlandi: 44,2 mlja. kr.

Atvinna

Sjávarútvegur og iðnaður eru enn stærstu atvinnugreinar fjórðungsins og skila útflutningstekjur af þeim samtals um fjórðungi af heildarútflutningstekjum landsins​.

Útflutningur áls

Útflutt ál frá Íslandi: 403 mlja. kr.
Útflutt ál frá Alcoa Fjarðaáli: 143 mlja. kr.
Hlutfall útflutts áls frá Austurlandi: 35,5%

Laxeldi er vaxandi og gert ráð fyrir að slátra um 20 þúsund tonnum 2024.​

Útflutningur sjávarafurða

Útfl. sjávaraf. ásamt fiskeldi frá Íslandi: 403 mlja. kr.
Útfl. sjávaraf. ásamt fiskeldi frá Austurlandi: 143 mlja. kr.
Hlutfall útfluttra sjávaraf. frá Austurlandi: 21,7%

Stöðugildi ríkisstarfa á Austurlandi eru 5,5% af heildar­stöðugildum.​

Á Austurlandi voru 180 sauðfjárbændur árið 2023 og fjöldi sauðfjár er 40.494 og árið 2023 voru 18 mjólkurframleiðendur með rúmlega 6m lítra greiðslumark með 3.427 nautgripi​.