Fimmtudaginn 12. desember var útskrift í Stóriðjuskólanum sem er samstarfsverkefni Austurbrúar og Alcoa. Útskrifaðir voru 22 nemendur úr framhaldsnámi í stóriðju og hljóta þeir þá starfstitilinn stóriðjutæknar 2.
Þetta var fjórtánda útskriftin úr Stóriðjuskólanum og sjötta útskriftin úr framhaldsnáminu. Fyrr um daginn héldu útskriftarnemendur kynningar á lokaverkefnum sínum fyrir forstjóra, framkvæmdastjóra, leiðtoga og annað starfsfólk innan Alcoa. Alls voru sjö lokaverkefni kynnt en þau eiga það öll sameiginlegt að vera umbótaverkefni sem tengjast vinnusvæði nemendanna. Hér fyrir neðan er listi yfir verkefnin og höfunda þeirra:
Myndir úr útskrift teknar af Hilmari Sigurbjörnssyni hjá Fjarðaáli og birtar með hans leyfi.
Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn