Undirbúningur fyrir háskólanám
Háskólagrunnur er fyrir þau sem vilja hefja háskólanám en vantar tilskilinn undirbúning. Hægt er að ljúka lokaprófi úr háskólagrunni eða viðbótarnámi við stúdentspróf og nýta sem leið inn í nám á háskólastigi. Námið fer fram í starfsstöð Austurbrúar á Reyðarfirði, Fróðleiksmolanum, og þar hefur verkefnastjóri uppbyggingar háskólanáms á Austurlandi jafnframt aðsetur. Kennarar koma frá HR og verkefnastjóri námsins aðstoðar nemendur ásamt því að taka að einhverju leyti þátt í kennslu og verkefnum.
NánarTölvunarfræði
Boðið er uppá nám í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík í samstarfi við Háskólann á Akureyri frá og með haustinu 2022. Tölvunarfræðideild HR er sú stærsta sinnar tegundar hér á landi.
NánarSamstarf um undirbúning
Íbúar Austurlands hafa lengi látið sig dreyma um háskólanám í fjórðungnum og því voru það mikil tíðindi í menntamálum landshlutans þegar samstarfssamningur um undirbúning þessa náms var undirritaður í september 2020. Í framhaldi af þeirri yfirlýsingu vann stýrihópur að verkefninu með fulltrúum frá Háskólanum í Reykjavík, Háskólanum á Akureyri, sveitarfélögunum Fjarðabyggð, Múlaþingi, Austurbrúar/SSA og fulltrúum úr sjávarútvegi og iðnaði á Austurlandi.
Fréttir
Hér má finna fréttir og umfjallanir um uppbyggingu háskólanámsins á Austurlandi.