Vantar fólk í iðn- og tæknistörf
Ágætur samhljómur var víða milli viðtalskönnunar og spurningakönnunar. Almennt vantaði starfsfólk í vinnu, bæði á þeim tíma sem spurt var og á næstu tveimur árum að mati viðmælenda. Hins vegar hefur ýmislegt breyst frá því gagna var aflað vegna heimsfaraldurs. Helst vantar fólk í iðn- og tæknistörf samkvæmt viðtalskönnun og ekki var sérlega mikil eftirspurn eftir háskólamenntuðu fólki. Þar var helst nefnt fólk í félags- eða heilbrigðisgreinum.
Aðgengi almennt gott
Aðgengi að menntun er almennt talið gott hvað varðar háskólanám í fjarnámi í greinum sem tengjast menntun og viðskiptum en skortir í tæknigreinum. Almennt er talið að auka þurfi hlut iðn- og verknám, ekki skýrt hvernig sé best að fara að en einhvers konar fjarnámsleið er kostur sem hentar mörgum.
Fræðslustefna almennt ekki til staðar
Fyrirtæki eru almennt ekki með fræðslustefnu og/eða telja sig ekki hafa þörf fyrir slíkt en þó er hluti fyrirtækja sem kallar eftir slíkri þjónustu. Austubrú er þar í lykilaðstöðu.