Starfsánægjukannanir
Austurbrú gerir starfsánægjukannanir fyrir fyrirtæki og stofnanir. Starfsánægja er auðlind í fyrirtækjum og mikilvægt að fylgjast með og efla hana. Rannsóknateymi Austurbrúar býr yfir stórum spurningabanka sem hægt er að velja úr. Einnig getur teymið sett saman nýjan spurningavagn eftir þörfum og áherslum fyrirtækisins. Að auki býður Austurbrú upp á minni kannanir sem hægt er að leggja fyrir starfsfólk tvisvar til fjórum sinnum á ári, svokallaðar púlskannanir, og hefðbundnar árlegar starfsánægjukannanir. Gerðir eru vinnslusamningar við hvert og eitt fyrirtæki, gætt er sérstaklega að persónuverndarsjónarmiðum og öll gögn vistuð á öruggum stað hjá Austurbrú.
Þessa þjónustu hefur Austurbrú boðið upp á við góðan orðstýr. Meðal viðskiptavina eru Síldarvinnslan, Samherji, Launafl og Loðnuvinnslan.
Viltu fá verðtilboð í starfsánægjukönnun fyrir þitt fyrirtæki?
Fá verðtilboðÞjónustukannanir
Austurbrú gerir þjónustukannanir fyrir fyrirtæki, stofnanir og félög. Niðurstöður slíkra kannana geta gefið góða innsýn í hvað fyrirtækið gerir vel og hvað má betur fara. Niðurstöðum er skilað á skýran og myndrænan hátt og Austurbrú býður upp á ráðgjöf ef þær kalla á aðgerðir.
Meðal ánægðra viðskiptavina Austurbrúar á þessu sviði eru Lostæti, Íþróttafélagið Höttur og Handverk og hönnun.
Viltu fá verðtilboð í þjónustukönnun fyrir þitt fyrirtæki?
Fá verðtilboð