Námskeið fyrir kennara og nemendur í samvinnu  INNOENT Education á Íslandi, Fab Lab Austurland og fjölskyldusviðs Fjarðabyggðar.  

Neskaupstað, 10. – 14. ágúst

Námskeiðið verður sett upp með LESSON STUDY sniði sem þróað hefur verið af INNOENT Corporation WLL við kennslu nýsköpunar- og frumkvöðlamenntar aðallega í Indonesíu, Indlandi og Saudi Arabíu.

Námskeiðið og efnið sem notað er byggir á meira en 20 ára rannsóknum og þróunarvinnu íslenskra fræðimanna og kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt. Um er að ræða heilstæða menntalausn fyrir leik-, grunn-, framhalds- og háskóla í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt, sem inniheldur bæði rafrænt og órafrænt námsefni og verkfæri sem kennarar og nemendur vinna með sem leiðtogar og hugvitsmenn. Á námskeiðinu nýta allir bæði snjallsíma, spjaldtölvur og tölvur ásamt öðrum tækjum hugvitsmannsins og frumkvöðulsins eins og tækjunum sem eru í boði í Fab Lab. 

Um er að ræða 5 daga námskeið frá 09:00 – 16:00 alla dagana nema föstudag en honum lýkur seinna með markaði/sýningu sem gæti dregist fram á kvöld.  Á morgnana er farið yfir kennslufræðilega hluti sem eru prófaðir eftir hádegi með ungmennum.

Lögð er áhersla á að kennarar námskeiðsins noti samdægur þau atriði sem þeir tileinka sér fræðilega í kennslufræði umfjölluninni um morguninn í kennslu barna, því að nám hefur í raun ekki átt sér stað fyrr en að maður getur beitt þekkingu sinni og færni.

Hægt er að lesa um sýn og markmið INNOENT á heimasíðu þeirra.

Upplýsingar og skráning hjá [email protected]sjá auglýsingu