Uppbyggingarsjóður Austurlands úthlutaði í gær rúmum 60 milljónum króna til yfir 80 verkefna sem efla munu atvinnuþróun og menningu í landshlutanum. Þetta er fjórða úthlutun sjóðsins sem hefur það hlutverk að styrkja menningar-, nýsköpunar,- og atvinnuþróunarverkefni í samræmi við sóknaráætlun landshlutans.
Uppbyggingarsjóður Austurlands úthlutaði í gær rúmum 60 milljónum króna til yfir 80 verkefna sem efla munu atvinnuþróun og menningu í landshlutanum. Þetta er fjórða úthlutun sjóðsins sem hefur það hlutverk að styrkja menningar-, nýsköpunar,- og atvinnuþróunarverkefni í samræmi við sóknaráætlun landshlutans.
Alls bárust 117 umsóknir sem er svipaður fjöldi og á síðasta ári. Áætlaður heildarkostnaður verkefna er 719 m.kr. en sótt var um styrki fyrir 176 m.kr, þar af 112 m.kr. til menningarmála og 64 m.kr. til nýsköpunar- og atvinnuþróunar.
Til úthlutunar að þessu sinni voru 60.948.500 kr. og veittir voru yfir 80 styrkir. Til menningarmála voru veittir 54 styrkir upp á 32.500.000 kr. og 27 styrkir til atvinnuþróunar upp á alls 28.448.500 kr. Áætlaður heildarkostnaður verkefna sem hlutu styrk eru 388 m.kr.
Verkefnin eru fjölbreytt eins og áður. Í úthlutunarreglum Uppbyggingarsjóðs Austurlands var sérstaklega kallað eftir verkefnum sem tengdust 100 ára fullveldi Íslands. Fimm slík verkefni hlutu styrk og eru það verkefnin:
Austfirskt fullveldi Ætlunin er að varpa upp spurningum um samspil fullveldis og sjálfbærni í austfirsku samfélagi fyrr og nú og miðla niðurstöðunum m.a. með sýningum á söfnum og fræðsluefni fyrir öll skólastig.
„Gammur, griðungur, dreki og bergrisi“ Sýning í Ríkarðssafni í Löngubúð á Djúpavogi, þar sem forn skjaldarmerki Íslands verða skoðuð og greind. Landvættaskjaldarmerki Íslands 1919 eftir Ríkarð Jónsson verður skoðað sérstaklega.
Vaki þjóð: Erlusjóður Menningarviðburður sem haldinn verður í Vopnafirði 17. júní 2018. Flutt verða erindi um ævi og verk Þorsteins Valdimarssonar, skálds, og tónlist við ljóð hans verður flutt af tónlistarfólki.
FROST 1918 RÓS 2018 Hönnun og framleiðsla nytjahluts/minjagrips sem endurspeglar 100 ára vegferð íslensku þjóðarinnar í tilefni af aldarafmæli fullveldisins.
Skandinavismi og fullveldi Málþing sem Gunnarsstofnun stendur fyrir. Til umræðu er spurningin um það hvernig skoðanir Gunnars Gunnarssonar um sameinuð Norðurlönd (skandinavismi) og baráttan fyrir fullveldi Íslands og sjálfstæði þjóðarinnar mætast.
Þá vekur athygli mikil gróska í uppbyggingu og markaðssetningu ferðaþjónustu, matvælaframleiðsu auk viðburða af fjölbreyttum toga. Mörg menningarverkefnin tengjast barnamenningu og áætlunum um að efla sjálfsvitund barna í gegnum menningu og listir. Þetta er áhugaverð nýjung enda fyrirhugað að halda fyrstu barnamenningarhátíð á Austurlandi haustið 2018.
Það voru sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis), Kristján Þór Júlíusson og Signý Ormarsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú, sem afhentu styrkina. Hæstu styrkina hlutu:
LungA-Listahátíð ungs fólks
|
LungA – Listasmiðjur og LungA Lab
|
3.000.000 kr.
|
Skaftfell, sjálfseignarstofnun
|
Sýningardagskrá Skaftfells 2018
|
2.000.000 kr.
|
Jurt ehf.
|
Vöruþróun úr aukaafurðum wasabi plantna
|
2.000.000 kr.
|
Thermo Tec ehf.
|
i-Tec innveggjakerfi
|
2.000.000 kr.
|
Breiðdalsbiti ehf.
|
Uppbygging kjötvinnslu
|
1.800.000 kr.
|
Athöfnin fór fram í Sköpunarmiðstöðinni á Stöðvarfirði. Athöfninni stýrði bæjarstjóri Fjarðabyggðar Páll Björgvin Guðmundsson. Ávarp fluttu forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar Jón Björn Hákonarson, Eiríkur Hilmarsson formaður úthlutunarnefndar og Sigrún Blöndal, formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi.
Nánari upplýsingar veitir Signý Ormarsdóttir í síma 860-2983 // [email protected].
Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn