Árlega efna Dagar myrkurs til ljósmyndasamkeppni. Sigurvegari keppninnar að þessu sinni er Þuríður Elísa Harðardóttir, minjavörður á Teigarhorni. Hún tók meðfylgjandi mynd á Dögum myrkurs, á viðburði í Hálsaskógi á Djúpavogi sem heitir Leitin að töfratrénu. Viðburðurinn er fyrir fjölskyldur þar sem börn leita í myrkrinu að töfratré, með vasaljósunum sínum, sem búið er að þekja með endurskinsmerkjum og finna það þegar ljósið lýsir á merkin. Að leit lokinni er samverustund þar sem boðið er upp á kakó og huggulegheit.

Við óskum Þuríði Elísu til hamingju og þökkum öllum sem tóku þátt í keppninni.