Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson

Í Múlaþingi eru fjögur þéttbýlissvæði, og eitt þeirra er Seyðisfjörður. Á Seyðisfirði hefur löng saga snjóflóða og skriðufalla leitt til þess að byggðin hefur færst innar í fjörðinn. Núverandi byggð er staðsett innst í firðinum, að mestu leyti sunnan megin þar sem bæði skriðu- og snjóflóðahætta er til staðar. Auk þess nær byggðin undir fjallið norðan megin, þar sem mikil snjóflóðahætta er en þar hefur verið varið með umfangsmiklum snjóflóðavörnum. Í hlíðunum ofan byggðar, hefur Veðurstofa Íslands komið upp víðtæku eftirlitskerfi með hreyfingu jarðvegsins. Veðurstofan fylgist með veðurspám og úrkomumælingum og hefur samráð við eftirlitsaðila á stöðum þar sem mest hætta er á snjóflóðum. Mælakerfið var að mestu leyti sett upp eftir árið 2020 þegar stór skriða féll á bæinn. Hættan á skriðu var þekkt en talin ólíkleg. Hins vegar áttu sér stað hamfarir 18. desember 2020, eftir tíu daga rigningu, í mánuði þar sem venjulega má búast við snjókomu.