Málþing: Öruggara Austurland – ofbeldi meðal og gegn börnum
14. október 2025
Á morgun, 15. október, kemur saman fjölbreyttur hópur fagfólks, fræðimanna og fulltrúa ýmissa stofnanna til að ræða ofbeldi meðal og gegn börnum og hvernig við getum sameinast um að skapa öruggara umhverfi fyrir börnin okkar.
Á dagskránni eru meðal annars niðurstöður íslensku æskulýðsrannsóknarinnar – tölurnar sérsniðnar fyrir Austurland, kynningar á nýju verklagi í aðgerðum gegn ofbeldi, á sátta- og sérfræðimeðferð í málefnum barna auk umræðu um forvarnir og samstarf milli stofnana og samfélagsins.
Málþingið er öllum opið sem láta sig málið varða – fagfólki, foreldrum – öllum sem vilja leggja sitt af mörkum til öruggara Austurlands.
Dagskrá
09:50-10:00 Setning málþings, Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn
10:00-10:30 Íslenska Æskulýðsrannsóknin – hver er staðan á Austurlandi? Nína Hrönn Gunnarsdóttir, verkefnastjóri farsældarráðs; Þóra Björnsdóttir, forvarnarfulltrúi Múlaþingi; Þórhildur Sigurðardóttir, verkefnastjóri Vopnafirði og Líneik Anna Sævarsdóttir, fjölskyldusviði Fjarðabyggðar.
10:30-10:35 Ungmennaráð í Fjarðabyggð.
10:35-11:05 Skimanir fyrir ofbeldi í grunnskólum – nýtt verklag og áherslur. Ingibjörg Thomsen Hreiðarsdóttir, sérfræðingur hjá heilbrigðisráðuneytinu.
11:05-11:15 Kaffihlé
11:15-11:45 Kynning á forvarnarstefnu í Múlaþingi. Þóra Björnsdóttir, Deildarstjóri frístunda og forvarna Múlaþingi.
11:45-11:50 Ungmennaráð í Múlaþingi.
11:50-13:00 Hádegishlé
13:00-13:15 Um hlutverk sýslumanna í sifjamálum. Svavar Pálsson, settur sýslumaður á Austurlandi.
13:15-13:30 Sátta- og sérfræðimeðferð í málefnum barna. Inga Vildís Bjarnadóttir, félagsráðgjafi, sérfræðingur í málefnum barna SMH.
13:30-14:00 Aðgerðir gegn ofbeldi – verklag. Alfa Jóhannsdóttir, forvarnarfulltrúi SÍS.
14:00-14:30 Réttarstaða barna í ofbeldismálum. Fríða Thoroddsen, aðstoðarsaksóknari lögreglurnar á Austurlandi.
14:30-14:45 Kaffihlé
14:45-14:50 Ungmennaráð á Vopnafirði.
14:50-15:40 Kynning á SES úrræði á vegum Barna- og fjölskyldustofu ásamt nýju verklagi í barnavernd
Gyða Hjartardóttir, sérfræðingur BOFS
15:45-16:00 Fundarslit. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn.