Byggðaáætlun er stefnumótandi áætlun stjórnvalda í byggðamálum til fimmtán ára með aðgerðaáætlun til fimm ára. Gildandi byggðaáætlun, sem samþykkt var á Alþingi árið 2022, nær til ársins 2036 en aðgerðaáætlun hennar rennur út í lok árs 2026.
Nú er hafin vinna við endurskoðun áætlunarinnar. Innviðaráðherra hefur boðað víðtækt samráð við ráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga, landshlutasamtök og aðra hagaðila. Almenningi gefst einnig kostur á að senda inn ábendingar í gegnum rafrænt samráð á vef Byggðastofnunar fram til 31. október 2025.
Á Austurlandi mun Samband sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) taka virkan þátt í vinnunni ásamt Austurbrú, sem leiðir sóknaráætlun landshlutans. Með því móti verður tryggt að áskoranir og tækifæri Austurlands komi skýrt fram í nýrri byggðaáætlun, m.a. um mikilvægi innviða, atvinnuþróunar og jöfnuðar til búsetu.
Ný tillaga verður lögð fram á Alþingi haustið 2026.
NánarFrá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn