Austurbrú
  • Fræðslumál
    • Fyrirtækjafræðsla
    • Fullorðinsfræðsla fatlaðra
    • Háskólanám
    • Lísa – lærum íslensku
    • Námskeið
    • Náms- og starfsráðgjöf
    • Raunfærnimat
  • Byggðaþróun og atvinna
    • Um málaflokkinn
    • Áfangastaðurinn Austurland
    • Fjármögnun og styrkir
    • Helstu verkefni
    • Matarauður Austurlands
    • Menning
    • Óstaðbundin störf
    • Ráðgjöf
    • Samstarfssamningar
    • Sterkari Stöðvarfjörður
    • Svæðisáætlun um úrgangsmál
  • Rannsóknir og samfélagsþróun
    • Um málaflokkinn
    • Farsældarráð á Austurlandi
    • Helstu verkefni
    • Rannsóknir
    • Sjálfbærniverkefnið
  • Austurbrú
    • Um Austurbrú
    • Ábendingar
    • Ársrit 2024
    • Gagnasafn
    • Fyrir fjölmiðla
    • Starfsfólk
    • Stefnur og reglur
    • Stjórn og skipulag
    • Störf í boði
    • English: About Austurbrú
  • SSA
    • Um SSA
    • Ársrit 2024
    • Efnahagsumsvif Austurlands
    • Fundargerðir og gögn
    • Fyrir fjölmiðla
    • Menningarverðlaun SSA
    • Sóknaráætlun Austurlands
    • Starfsfólk og stjórn
    • Sveitarfélög á Austurlandi
    • Svæðisskipulag Austurlands
    • Uppbyggingarsjóður Austurlands

Eva Jörgensen ráðin verkefnastjóri háskólamála

18. ágúst 2025

Austurbrú hefur ráðið Evu Jörgensen sem verkefnastjóra háskólamála. Hún hóf störf nýlega og verður með starfsaðstöðu á Reyðarfirði. Helstu verkefni hennar felast í stuðningi við háskólanemendur og tengingu háskólanáms við Austurland, auk kortlagningar þekkingarsamfélagsins og ýmissa verkefna á sviði rannsókna.

Spennandi tækifæri víða

„Starfið gefur mér tækifæri til að styðja og styrkja háskólamál í fjórðungnum, sem og þekkingarsamfélagið á Austurlandi í heild,“ segir Eva. „Ég hef brennandi áhuga á háskóla- og kennsluþróunarmálum og sé mikið tækifæri í því að efla tengingu háskólanna við Austurland, sérstaklega í fjarnámi.“

Eva er uppalin í Hafnarfirði en flutti til Stöðvarfjarðar fyrir um þremur árum ásamt eiginkonu sinni. Hún lauk nýverið doktorsnámi í mannfræði og hefur góða reynslu úr kennslu og samstarfi innan háskóla.

„Ég tel mig geta orðið að liði í að efla þjónustu við háskólanema hér á Austurlandi, bæði með reynslu minni af kennsluþróun og með tengslaneti sem getur nýst í samstarfsverkefnum. Sérstaklega sé ég spennandi tækifæri í að nýta Hallormsstaða sem nú er orðið háskólasvæði,“ segir hún.

Nýtir hráefni úr nærsamfélaginu

Í frítíma sínum lýsir Eva sér sem „eilífðarbókhneigðu nörd-i“ sem hefur gaman af því að lesa og grúska.

Hún eyðir löngum stundum í eldhúsinu með eiginkonunni þar sem þær elda saman og nýta hráefni úr nærsamfélaginu. Þá finnst henni gaman að ganga fjöll og dal og á það til að rata í kórastarf, hvar sem hún dvelur í heiminum!

Við bjóðum Evu Jörgensen hjartanlega velkomna í hópinn og hlökkum til samstarfsins.

Eva Jörgensen, verkefnastjóri hjá Austurbrú.

Fleiri fréttir

Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!

Skoða fréttasafn

Stjórna konur Austurlandi?

6/8 2025

Kynjahlutfall í vinnuafli á Austurlandi hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum…

Nánar

Metfjöldi þreytti próf hjá Austurbrú

4/7 2025

Nánar

Forvitnir frumkvöðlar: Leiðir að eigin rekstri

4/7 2025

Síðasti hádegisfyrirlestur Forvitna frumkvöðla var þann 3. júní sl. þar sem Páll…

Nánar

Sveitarfélögin sameinast um úrgangsstefnu til 2035

2/7 2025

Sveitarfélögin á Austurlandi hafa nú öll samþykkt nýja svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs…

Nánar

Startup landið: Nýsköpunarhraðall fyrir landsbyggðina

2/7 2025

Nú er opið fyrir umsóknir í Startup landið, sjö vikna hraðall sem…

Nánar
Startup landið - square

Ný könnun um áhrif Uppbyggingarsjóðs Austurlands

1/7 2025

Niðurstöður könnunar meðal umsækjenda í Uppbyggingarsjóð Austurlands sýna að sjóðurinn gegnir mikilvægu…

Nánar
Skriðuklaustur. Sýning. Fljótsdalur. Ferðaþjónusta. Ljósmynd: Jessica Auer.

Atvinnuþróun nær til mjóstu fjarða og út fyrir landsteinana

30/6 2025

Nánar

Láttu stjörnuna leiða þig

27/6 2025

Nánar
Austurbrú
Austurbrú ses.
Tjarnarbraut 39e,
700 Egilsstaðir, Ísland

kt. 640512-0160

[email protected]

  • ÍST 85
  • facebook
  • Senda ábendingu
  • Persónuverndarstefna
  • Starfsstöðvar
  • kt. 640512-0160
  • 470 3800
  • [email protected]