Austurbrú hefur ráðið Evu Jörgensen sem verkefnastjóra háskólamála. Hún hóf störf nýlega og verður með starfsaðstöðu á Reyðarfirði. Helstu verkefni hennar felast í stuðningi við háskólanemendur og tengingu háskólanáms við Austurland, auk kortlagningar þekkingarsamfélagsins og ýmissa verkefna á sviði rannsókna.
„Starfið gefur mér tækifæri til að styðja og styrkja háskólamál í fjórðungnum, sem og þekkingarsamfélagið á Austurlandi í heild,“ segir Eva. „Ég hef brennandi áhuga á háskóla- og kennsluþróunarmálum og sé mikið tækifæri í því að efla tengingu háskólanna við Austurland, sérstaklega í fjarnámi.“
Eva er uppalin í Hafnarfirði en flutti til Stöðvarfjarðar fyrir um þremur árum ásamt eiginkonu sinni. Hún lauk nýverið doktorsnámi í mannfræði og hefur góða reynslu úr kennslu og samstarfi innan háskóla.
„Ég tel mig geta orðið að liði í að efla þjónustu við háskólanema hér á Austurlandi, bæði með reynslu minni af kennsluþróun og með tengslaneti sem getur nýst í samstarfsverkefnum. Sérstaklega sé ég spennandi tækifæri í að nýta Hallormsstaða sem nú er orðið háskólasvæði,“ segir hún.
Í frítíma sínum lýsir Eva sér sem „eilífðarbókhneigðu nörd-i“ sem hefur gaman af því að lesa og grúska.
Hún eyðir löngum stundum í eldhúsinu með eiginkonunni þar sem þær elda saman og nýta hráefni úr nærsamfélaginu. Þá finnst henni gaman að ganga fjöll og dal og á það til að rata í kórastarf, hvar sem hún dvelur í heiminum!
Við bjóðum Evu Jörgensen hjartanlega velkomna í hópinn og hlökkum til samstarfsins.
Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn