Reyðarfjörður

Invest in Austurland

„Tímapunkturinn til að fara í enn frekari
uppbyggingu ferðaþjónustunnar á Austurlandi
er núna!“

– Jóna Árný Þórðardóttir

Þann 11. nóvember sl. bauð hópurinn fjárfestum og fjármögnuaraðilum til fundar í Vinnustofu Kjarvals í Austurstræti í Reykjavík þar sem verkefnið var kynnt og vefur þess opnaður. Var þessi staðsetning í höfuðborginni valin vegna menningarlegrar tengingar Kjarvals við Austurland en mörg sumur kom Kjarval austur og málaði margar af frægustu myndum sínum í Kjarvalshvammi skammt frá Ketilsstöðum í Hjaltastaðaþinghá. Fundurinn var vel sóttur og augljóst að áhugi er á frekari upplýsingum um fjárfestingatækifæri í ferðaþjónustu á Austurlandi.

Dæmi um vel heppnaða fjárfestingu í ferðaþjónustu á Austurlandi er Vök Baths. Fyrirtækið hlaut í síðustu viku Nýsköpunarverðlauna ferðaþjónustunnar árið 2022, en Samtök ferðaþjónustunnar afhenda verðlaunin árlega. „Vök Baths er mjög gott dæmi um mikilvægi þess að við hugsum ekki aðeins um það að dreifa ferðamönnum um landið heldur að dreifa fjárfestingum og uppbyggingu um landið,“ segir Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Vök Baths.

Mynd: Frá afhendingu Nýsköpunarverðlauna SAF. F.v. Eliza Reid, forsetafrú; Jóna Árný Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Austurbrúar; Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri; Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri Íslandsstofu; Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Vök Baths; Hilmar Gunnlaugsson og Ívar Ingimarsson, stjórnarmenn Vök Baths og Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. (SAF/EÁ)

Frekari upplýsingar um Invest in Austurland

Frekari upplýsingar


Páll Baldursson

896 6716 // [email protected]