Í gær fór fram fjölsótt Starfamessa á Egilsstöðum þar sem meginmarkmiðið var að kynna störf og starfsgreinar í heimabyggð fyrir ungu fólki.
Á Starfamessunni bauðst fyrirtækjum og stofnunum á Austurlandi bauðst að setja upp sýningarbás þar sem starfsmenn kynntu fyrir nemendum þau störf sem unnin eru hjá sýnendum. Ekki var því um að ræða hefðbundna fyrirtækjakynningu, heldur kynningu á störfum; í hverju þau eru fólgin og hvaða menntunar og færni þau krefjast. Þannig gafst nemendum tækifæri til að kynnast fjölbreyttum störfum sem þau vissu e.t.v. sum hver ekki að væru unnin á Austurlandi og geta vonandi í framhaldinu fundið sitt draumastarf í heimabyggð.
Gestir Starfamessu voru ríflega 400 ungmenni frá Austurlandi; allir nemendur í 9. og 10 bekk grunnskóla ásamt fyrsta árs nemendum úr framhaldsskólum landshlutans. Viðburður sem þessi er einn þáttur í náms- og starfsráðgjöf skólanna þar sem bilið á milli skóla og atvinnulífs er brúað.
Starfamessan var haldin að frumkvæði sveitarfélagana á Austurlandi í samstarfi við Austurbrú.
Við þökkum öllum þátttakendum fyrir gott samstarf og unga fólkinu okkar fyrir ánægjulegan dag!
Austurland hlaðvarp var að sjálfsögðu á Starfamessunni og ræddi við við ungt fólk, kennara, skipuleggjendur og fulltrúa frá fyrirtækjum sem voru á staðnum.
Fylgdu hlaðvarpinu endilega á Spotify eða öðrum hlaðvarpsveitum og hlustaðu á fjölbreytt efni frá Austurlandi.
Hlusta á þáttFrá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn