Næsta námskeið:28. október - 28. október
Staðsetning: Múlinn Samvinnuhús Neskaupstaður
Námskeiðslýsing
Lærðu að nota gervigreind á skilvirkan og hagnýtan hátt til að ná árangri bæði í vinnu og einkalífi. Þetta námskeið miðar að því að byggja upp sjálfstraust og þekkingu þátttakenda á notkun ChatGPT. Þátttakendur læra að nota gervigreind til að leysa raunveruleg verkefni og kynnast fjölbreyttum möguleikum þessarar byltingarkenndu tækni.
Í fyrri hluta námskeiðsins er lagður grunnurinn að spunagreind og gefin yfirsýn af notendaviðmóti ChatGPT og ýmis dæmi og æfingar lögð fyrir til að kynna einfalda notkun þess. Rætt er um rétt og gagnleg viðhorf gagnvart tækninni, hvernig má innleiða hana í ýmis verkefni og helstu takmarkanir hennar.
Í seinni hlutanum er svo farið yfir í flóknari verkefni og notkun ýmissa tóla í ChatGPT. Farið verður yfir praktíska greiningu og notkun á myndefni, snjallsímaforritið, upplýsingaleit, gagnagreiningu og gerð sniðmáta og flóknari æfingar.
Kennslan er leidd af starfsmanni Javelin AI, fyrirtæki sem sérhæfir sig í fræðslu og ráðgjöf tengdri gervigreind. Höfundur námskeiðsins er Sverrir Heiðar Davíðsson, MSc í gervigreind og gagnavísindum. Sverrir hefur mikla reynslu að baki í hagnýtun gervigreindar og hefur haldið fyrirlestra og námskeið á sviði gervigreindar hjá fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum síðan október 2023.
Lengd námskeiðs: 6 klukkustundir
Dagsetning og tími: Þriðjudagur 28. október kl. 10:00-16:30
Kennari: Pétur Már Sigurðsson, Javelin
Staðsetning: Viðfjörður, salur í Múlanum, samvinnihúsi
Fyrir hverja: Sjómenn SVN
Skráningarfrestur: 20. október
Aðrar upplýsingar: Þátttakendur þurfa að vera með fartölvu og greidda áskrift að ChatGPT fyrir námskeiðið.
Ekki er leyfilegt að taka upp eða streyma námskeiðinu nema þegar um er að ræða sérstakt samkomulag.
Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir
Hjá Austurbrú er boðið er upp á fjölda námskeiða og lengri námsleiða. Kynntu þér úrvalið!
Skoða námskeið