Næsta námskeið:12. maí - 13. maí
Staðsetning: Múlinn Samvinnuhús
Námskeiðslýsing: Lærðu að nota gervigreind á skilvirkan og hagnýtan hátt til að ná árangri bæði í vinnu og einkalífi. Þetta tveggja daga námskeið miðar að því að byggja upp sjálfstraust og þekkingu þátttakenda á notkun ChatGPT. Þátttakendur læra að nota gervigreind til að leysa raunveruleg verkefni og kynnast fjölbreyttum möguleikum þessarar byltingarkenndu tækni.
Fyrsta daginn er lagður grunnurinn að spunagreind og gefin yfirsýn af notendaviðmóti ChatGPT og ýmis dæmi og æfingar lögð fyrir til að kynna einfalda notkun þess. Rætt er um rétt og gagnleg viðhorf gagnvart tækninni, hvernig má innleiða hana í ýmis verkefni og helstu takmarkanir hennar.
Annan daginn er svo farið yfir í flóknari verkefni og notkun ýmissa tóla í ChatGPT. Farið verður yfir praktíska greiningu og notkun á myndefni, snjallsímaforritið, upplýsingaleit, gagnagreiningu og gerð sniðmáta og flóknari æfingar.
ATH! Þátttakendur þurfa að vera með fartölvu og greidda áskrift að ChatGPT fyrir námskeiðið.
Tímasetning: Í boði eru tvær mismunandi tímasetningar dagana 12. og 13. maí; annar hópurinn er fyrir hádegi báða daga og hinn eftir hádegi.
Fyrir hádegi 12.-13. maí kl. 8:30-11:30: Skráning
Eftir hádegi 12.-13. maí kl. 12:30-15:30: Skráning
Fyrirlestur fyrir báða hópa kl. 15:30-16:00 13. maí.
– Ýmsar lausnir og framfarir í gervigreind
Fjallað er stuttlega um ýmis önnur tól sem nota tungumálalíkön (t.d. perplexity, claude og þess háttar) og myndlíkön (eins og midjourney, generative fill frá Adobe, Sora, o.s.fv.). Einnig er fjallað um það hversu hröð þróunin á gervigreind hefur verið undanfarin ár, með áhugaverðum sýnidæmum. Rætt er um lausnir sem eru framundan í gervigreind og hvernig þróunin er líkleg til að halda áfram að mati sérfræðinga. Erindið á að opna augu fólks fyrir öðrum lausnum og hraða þróunar í gervigreind til að undirstrika fjölbreytt tól, tækifæri og þær miklu breytingar sem eru framundan.
Staðsetning: Múlinn samvinnuhús í Neskaupstað.
Kennari: Kristján Gíslason, iðnaðarverkfræðingur
Síðasti skráningardagur: 7. maí
Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir
Hjá Austurbrú er boðið er upp á fjölda námskeiða og lengri námsleiða. Kynntu þér úrvalið!
Skoða námskeið