Lýsing: Námskeiðið er ætlað fólki sem vill undirbúa starfslok og vinna að því að aðlaga sig breyttu lífsmynstri. Hugað er að ýmsum mikilvægum þáttum er snerta fjárhag, félagslíf og andlega heilsu. Á námskeiðinu er m.a. fjallað um eftirlaun, séreign og ýmsa valkosti hjá lífeyrissjóðnum, réttindi til ellilífeyris, umsóknaferlið og heilsu og vellíðan.

Dagskrá námskeiðs:  

  • Berglind Jóhannsdóttir, sérfræðingur á ellilífeyris- og fjölskyldusviði TR fjallar um réttindi til ellilífeyris, umsóknaferlið og fleira er varðar ellilífeyri .
  • Hrönn Grímsdóttir, lýðheilsufræðingur fjallar um heilsu, virkni og vellíðan eftir starfslok.
  • Svala Skúladóttir, hjá Stapa lífeyrissjóði fjallar um eftirlaun, séreign og ýmsa valkosti hjá lífeyrissjóðnum.

Staðsetning:Múlinn Neskaupstað 
Tímasetning:
20. október kl. 17:00-19:45. 
Verð: 22.000 kr.
Skráningarfrestur: 16. október

Kaffi og veitingar í boði.

Námskeiðið er öllum opið og minnum við þátttakendur á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi. Félagar hjá AFL, FOSA og VR fá frítt á námskeiðið.

Námskeiðið verður aðeins kennt ef næg þátttaka næst. 

Frekari upplýsingar


Úrsúla Manda Ármannsdóttir

864 4231 // [email protected]

Námskeið

Hjá Austurbrú er boðið er upp á fjölda námskeiða og lengri námsleiða. Kynntu þér úrvalið!

Skoða námskeið