Meginmarkmiðið með námskeiðinu er tvíþæt:
Efnisþættir: Matvælaöryggi, persónulegt hreinlæti, merking matvæla, geymsla á lager, meðhöndlun matvæla, mismunandi hitastig og tilgangur þeirra, krossmengun og hvernig má fyrirbyggja hana m.t.t. öryggis og ofnæmisvalda, umgengisreglur, þrif og hreinlæti, meðferð sorps og afganga, norrænar næringar ráðleggingar, lýðheilsutengt mataræði, hollt og fjölbreytt mataræði.
Lögð verður áhersla á rétt hitastig og verklag við meðhöndlun matvæla frá móttöku til lokaafurðar en rétt hitastig og meðhöndlun og merkingar eru lykil atriði við framleiðslu og framreiðslu á öruggum mat og til að fyrirbyggja hættu á matarsýkingum og löku hráefni.
Eftir námskeiðið ættu þátttakendur að hafa aukna þekkingu og sjálfstraust varðandi eftirfarandi:
Rétta meðhöndlun matvæla, aukin meðvitund um helstu hættur við meðferð matvæla og hvernig best er að fyrirbyggja vandamál þær en jafnframt að bera fram góðan og fjölbreyttan mat.
Grunnatriði næringarfræðinnar, þekkja hugmyndafræðina á bak við Norrænar ráðleggingar og íslenskar ráðleggingar um lýðheilsutengt mataræði. Geta í daglegum störfum og við matseðlagerð nýtt sína þekkingu við að gera fæði sinna viðskiptavina hollt og fjölbreytt og eins og hægt er í samræmi við NNR2025.
Einnig verða umræður um matarsóun og hvernig hægt er að fyrirbyggja slíkt.
Staðsetning: Gistihúsið á Egilsstöðum
Tímasetning: kl. 10:00-14:00 þann 21. nóvember
Boðið verður upp á hádegismat á Gistihúsinu.
Kennari: Fríða Rún Þórðardóttir, næringarfræðingur
Námskeiðið er aðeins fyrir starfsfólk Múlaþings.
Sigrún Hólm
Hjá Austurbrú er boðið er upp á fjölda námskeiða og lengri námsleiða. Kynntu þér úrvalið!
Skoða námskeið