Hvernig nýtum við nýsköpun og gervigreind til að auka stafræna þjónustu og afköst?

Vinnustofa þar sem farið er yfir stafræna markaðssetningu, nýtingu gervigreindar við styrkumsóknarskrif og nytsamleg veftól í nýsköpun, markaðssetningu og gervigreind.

Skipulag námskeiðs

  • Hvað er gervigreind? – 30 mínútur
  • Hvað er nýsköpun? – 30 mínútur
  • Vinnustofur um gervigreind og nýsköpun sem starfsfólk frá KPMG og Iceland Innovation Week stýra. – 2 klst
    • KPMG – Farið í raunveruleg dæmi hvernig hægt er að nýta gervigreind í daglegu starfi, fyrir frumkvöðla, stjórnendur og almennur starfskraftur. Hvernig hægt er að nota gervigreind til að spara tíma, auka skilvirkni og opna ný tækifæri til verðmætasköpunar. Hagnýt dæmi.
    • IIW – skoðað hvernig er hægt að styrkja og þróa viðskiptaumhverfi með markvissri sölu og markaðssetningu á fyrstu stigum verkefna. Gefin eru ráð um það hvernig er hægt að nýta takmarkað fjármagn til að hámarka árangur, m.a. með notkun einfaldra gervigreindartóla til að spara tíma og auka skilvirkni.

Lengd vinnustofu: 4 klukkustundir
Dagsetning og tími: Fimmtudagur 16. október kl. 9:00-13:00
Staðsetning: Fróðleiksmolinn, húsnæði Austurbrúar á Reyðarfirði (Búðareyri 1)
Fyrir hverja? Samstarfaaðila Austurbrúar og aðra
Verð: Ókeypis
Skráningarfrestur: 10. október

Vinnustofan er hluti af nýsköpunarhringferð KPMG og Iceland Innovation Week um landið. Austurbrú er hluti að Samtökum þekkingasetra en þau fengu úthlutaðan Lóustyrk í vor úr menningar-, nýsköpunar og háskólaráðuneytinu. Styrkir eru veittir úr sjóði Lóu til eflingar nýsköpunar á landsbyggðinni í samræmi við nýsköpunarstefnu stjórnvalda.

Námskeið

Hjá Austurbrú er boðið er upp á fjölda námskeiða og lengri námsleiða. Kynntu þér úrvalið!

Skoða námskeið