Á þessu námskeiði læra þátttakendur að vinna með og greina gögn á faglegan hátt með Microsoft Power BI og Excel. Á námskeiðinu er lögð áhersla á að greina og setja fram gögn til að styðja við gagnadrifna ákvarðanatöku. Þátttakendur fá tækifæri til að framkvæma ítarlega greiningu, s.s. með töflu- og myndrænni framsetningu.

Markmið námskeiðsins

  • Að þátttakendur fá yfirsýn yfir gögn SVN
  • Að þátttakendur fái grunnþekkingu í nýtingu gagna
  • Auka sjálfstæði þáttenda að verða sér úti um upplýsingar
  • Að þátttakendur læri að búa til skýrslur í Excel.
  • Að þátttakendur læri að hanna mælaborð og sjónrænar skýrslur í Power BI
  • Deila niðurstöðum á öruggan og áhrifaríkan hátt.

Tímasetning: 11. nóvember kl. 9:00-15:00
Staðsetning: Fundarsalur á skrifstofu Síldarvinnslunnar.
Kennari: Kjartan Friðriksson hjá Metadata

Námskeiðið er aðeins fyrir starfsfólk Síldarvinnslunnar. 

Námskeið

Hjá Austurbrú er boðið er upp á fjölda námskeiða og lengri námsleiða. Kynntu þér úrvalið!

Skoða námskeið