Fræðsla um samskipti á vinnustöðum og hvernig þau hafa bein áhrif á vellíðan, starfsánægju og árangur.

Í fræðslunni verður annars vegar fjallað um skaðandi þætti – einelti, áreitni og ofbeldi – og hins vegar uppbyggjandi þætti, svo sem vináttu, traust og virðingu. Þátttakendur fá tækifæri til að ræða eigin reynslu og leggja sitt af mörkum í að búa til leiðarljós inn í framtíðina.

Lögð er sérstök áhersla á að veita hagnýt verkfæri og aðferðir sem auðvelt er að nýta í daglegu starfi. Markmiðið er að þátttakendur fari út með aukinn skilning, betri færni í samskiptum og aðferðir til að stuðla að jákvæðu vinnuumhverfi – og til að bregðast rétt við þegar á þarf að halda.

Tímasetning: Fimmtudagur 20. nóvember kl. 13:30-15:30

Fyrir hverja? Allt starfsfólk HSA

Leiðbeinandi: Vanda Sigurgeirsdóttir er með meistaragráðu í uppeldis- og menntunarfræði og leggur nú stund á doktorsnám þar sem viðfangsefnið er einelti. Lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Sérsvið: einelti og tómstunda- og leiðtogafræði.

Staðsetning: Dyngja, Egilsstöðum. Einnig sent út í streymi.

Skráningarfrestur: 6. nóvember

 

ATH! Námskeiðið er aðeins fyrir starfsfólk HSA. 

Námskeið

Hjá Austurbrú er boðið er upp á fjölda námskeiða og lengri námsleiða. Kynntu þér úrvalið!

Skoða námskeið