Víðtækt samstarf
Með því að verða aðili að Austurlandi* hjá Austurbrú verður þú hluti af samstarfsneti okkar og samstarfsvettvangi. Ásamt því að fá aðgang að myndabanka, verkfærakistu, vinnustofum, ferðasýningum, fundum, ráðgjöf og fleiru. Samstarfsaðilar okkar eru tæplega tvö hundruð talsins: Sveitarfélög, gististaðir, veitingastaðir, afþreyingarfyrirtæki, baðstaðir, bílaleigur, bókaútgáfa, félagasamtök, ferðafélög, ferðaskrifstofur, frumkvöðlar, flugfélög, grafískir hönnuðir, hátíðir, klasar, matvælafyrirtæki, söfn, samtök, stofnanir, sviðslistir, verslanir o.fl.
Þú getur orðið samstarfsaðili með því að fylla út formið hér að neðan. Starfsmaður Austurbrúar hefur í framhaldinu samband við þig, fer yfir hvað felst í samstarfsaðildinni og ákvörðun gjaldflokks.
Skráðu þig!Morgunfundir Austurlands*
Austurbrú stendur fyrir morgunfundum sem haldnir eru sex sinnum á ári, þrír fyrir sumarvertíð ferðaþjónustufyrirtækja og þrír eftir. Morgunfundirnir fara fram í beinu streymi og eru hugsaðir til kynningar á ýmsum verkefnum Austurbrúar auk þess sem við bjóðum sérfræðingum á ýmsum sviðum að miðla upplýsingum og fræðslu til okkar samstarfsaðila. Fundirnir eru gagnvirkir þannig að þátttakendum gefst færi á að spyrja spurninga.
Morgunfundirnir okkar fara fram í beinu streymi og eru hugsaðir til kynningar á ýmsum verkefnum Austurbrúar auk þess sem við bjóðum sérfræðingum á ýmsum sviðum að miðla upplýsingum og fræðslu til okkar samstarfsaðila. Fundirnir eru gagnvirkir þannig að þátttakendum gefst færi á að spyrja spurninga. Fundirnir eru stuttir, aldrei lengri en tvær klukkustundir, og skipulagðir af verkefnastjórum Austurbrúar.
Haustfundur Austurlands*
Fundurinn er hugsaðu sem einhverskonar uppskeruhátíð samstarfsaðila Austurlands* þar sem þeim gefst tækifæri á að hittast í raunheimum og gera sér glaðan dag saman. Fundurinn fer alla jafn fram í nóvember og er staðsetning fundarins breytileg á milli ára, og aldrei á sama stað tvö ár í röð. Dagskrá fundarins er fjölbreytt og samanstendur yfirleitt af erindum frá fyrirtækjum frá Austurlandi sem og utanaðkomandi aðilum. Haustfundur Austurlands* er miðaður að ferðaþjónustufyrirtækjum en við hvetjum engu að síður öll samstarfsfyrirtæki okkar til þess að mæta. Samhliða dagskránni hafa hvatningarverðlaun ferðaþjónustunnar á Austurlandi verið veitt, þar sem fyrirtækjum eða einstaklingum eru veittar viðurkenningar fyrir vel unnin störf í þágu ferðaþjónustu á Austurlandi. Aðal markmið fundarins er að styrkja tengsl austfirskra fyrirtækja og er viðburðurinn frábært tækifæri til þess að rækta sambönd og mynda ný tengsl.
NánarMannamót Markaðsstofa landshlutanna
Mannamót er árleg ferðakaupstefna haldin af markaðsstofum landshlutanna. Sýningin er sú stærsta sinnar tegundar á Íslandi og hefur farið ört vaxandi undanfarin ár. Austurland hefur hlotið verðskuldaða athygli á Mannamótum vegna heildrænds útlits sem að landshlutinn skartar. Mikið kapp er lagt í það að ferðaþjónar frá Austurlandi nýti sér sameiginlegt markaðsefni á ferðasýningunni svo að enginn vafi liggi á meðal gesta hvaðan fyrirtækin séu.
Austurland* á MannamótumKynningar og fræðsla
Austurbrú býður upp á námskeið og námsleiðir fyrir einstaklinga, fyrirtæki og hópa, veitum ráðgjöf um möguleika til náms og starfsþróunar, höfum milligöngu um raunfærnimat og aðstoðum háskólanema í fjarnámi. Auk þess stuðlum við að og stundum rannsóknir og vöktun á viðfangsefnum tengdum Austurlandi. Austurbrú hefur útbúið þrjú rafræn námskeið ætluð starfsfólki í ferðaþjónustu; almennur fróðleikur um Austurland, gæði í upplýsingagjöf og móttaka gesta. Námskeiðin eru samstarfsaðilum Austurlands* að kostnaðarlausu og eru frábær leið til þess að undirbúa starfsfólk fyrir komandi störf á Austurlandi.
Nánari upplýsingar um fræðslu- og þekkingarsvið AusturbrúarMyndabanki
Austurbrú heldur úti myndabanka sem allir samstarfsaðilar Austurlands* fá aðgang að. Í myndabankanum er að finna fjölda mynda og myndbanda sem samstarfsaðilum er velkomið að nota í sinni markaðssetningu. Gæta þarf þess að geta heimilda þegar myndir úr myndabankanum eru notaðar.
Samstarf
Austurbrú er þátttakandi í víðtæku samstarfi stofnanna og stoðkerfa í íslenski ferðaþjónustu m.a. með Markaðsstofum landshlutanna, Ferðamálastofu, Íslandsstofu, Samtökum ferðaþjónustunnar, Íslenska ferðaklasanum, stjórnvöldum og sveitarfélögum.
Austurlandsstjarnan
Austurlandsstjarnan er einkennismerki landshlutans og vísar til áherslna og markmiða áfangastaðarins, sem eru náttúra Austurlands, útivist, leiðangrar, matur, sköpun og menning. Samstarfsaðilar mega, ef ákveðin skilyrði eru uppfyllt, nýta stjörnuna í sinni markaðssetningu og eru m.a. framleiddir fánar með Austurlandsstjörnunni.