Austurland eflist sem svæði sóknarfæra þar sem blómlegt atvinnulíf nýtir auðlindir Austurlands á sjálfbæran hátt í sátt við samfélagið og nýsköpun, þekking og rannsóknir verða æ styrkari grundvöllur atvinnusköpunar og framþróunar.
Viðfangsefni markmiðanna snúa að því að Austurland sé:
Svæði þar sem eru skýrar lykiláherslur um atvinnuþróun og hefðbundnir og nýrri hornsteinar atvinnulífsins styrkjast.
Svæði þar sem er stuðlað að verðmætasköpun í matvælaframleiðslu og góður matur er í boði fyrir íbúa og gesti.
Svæði þar sem skógur vex vel í þágu umhverfis, atvinnusköpunar og útivistar.
Svæði þar sem rekin er sjálfbær, ábyrg og öflug ferðaþjónusta allt árið um kring.
Dæmi um stefnumál
Stuðlað verði að ræktun búfjár og matjurta af miklum gæðum til aukinnar fullvinnslu.
Hvatt verði til lífrænnar landbúnaðarframleiðslu og tilheyrandi vottunar.
Kannaðir verði möguleikar á að finna jarðvarma sem hægt væri að nýta til matvælaframleiðslu.
Stuðlað verði að aukinni fullvinnslu, nýsköpun og sjálfbærri nýtingu auðlinda hafsins og leitað verði nýrra tegunda, í veiðum og ræktun, bæði til manneldis og fyrir iðnaðarframleiðslu.
Unnið verði að því að sveitarfélög fái hlutdeild í gjaldtöku hins opinbera af fiskeldi.
Stuðlað verði að aukinni sérstöðu austfirskra matvæla, með áherslu á hollustu, ferskleika og einfaldleika ásamt því að draga fram breytileika eftir árstíðum.
Byggðir verði upp skógar með skipulegum hætti og stuðlað að góðri umhirðu þeirra með fjölbreytt markmið í huga; kolefnisbindingu, framleiðslu afurða, uppgræðslu lands, jarðvegsvernd, aðra vist kerfisþjónustu og útivist almennings.
Staða
Staða
Styrkustu stoðir í austfirsku atvinnulífi eru sjávarútvegur og iðnaður.
Austurland hefur sótt fram á sviði matvælaframleiðslu smærri framleiðenda undanfarin ár með verkefninu Matarauður Austurland, sem hefur sjálfbærni að leiðarljósi.
Skógrækt hefur verið stunduð áratugum saman á Austurlandi, einkum á Héraði og eru elstu skógar farnir að skila efnivið sem nýta má t.d. til húsagerðar. Ræktað skóglendi á Austurlandi er þó aðeins 2,3% neðan 400 metra en 0,6% af flatarmáli alls landshlutans.
Ferðaþjónusta er vaxandi atvinnugrein á Austurlandi en heildarumsvif hennar eru metin á um 44 milljarða. Störfum í gisti- og veitingahúsarekstri hefur fjölgað; voru um 4,25% árið 2020 en 6,61% árið 2023 en þá eru ekki talin afleidd störf. Vinsælir áfangastaðir eru á svæðinu, þar af tveir með yfir 100.000 gesti árlega.