Austurbrú stendur nú fyrir tveimur könnunum um menntunarmöguleika á Austurlandi – annars vegar meðal íbúa og hins vegar atvinnulífsins.
Könnun meðal íbúa tekur aðeins 5–7 mínútur og er öllum opin. Hún fjallar um viðhorf til náms og fjarnáms og hvaða námsframboð myndi best henta Austfirðingum.
Jafnframt er send út könnun til fyrirtækja og stofnana um menntunarþörf starfsfólks og hvernig hún hefur breyst.
Niðurstöðurnar verða notaðar til að þróa námsmöguleika á Austurlandi og samræma framboð við þarfir samfélagsins.
Eva Jörgensen
Tinna Kristbjörg Halldórsdóttir
Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn