Tilgangur og markmið
Markmið verkefnisins er að byggja upp atvinnulíf á Seyðisfirði sem stendur frammi fyrir margþættum vanda í kjölfar hamfaranna í desember 2020. Komið hefur verið á laggirnar hvatasjóði til að styðja við atvinnuuppbyggingu og hvetja til þróunar. Boðið verður upp á ráðgjöf fyrir þá sem standa frammi fyrir rekstrarvanda í kjölfar skriðanna og þróuð úrræði til að mæta þeim fyrirtækjum og aðilum í atvinnurekstri sem misstu húsnæði sitt í skriðunni. Hugað verður að skilaboðum til ferðamanna fyrir sumarið og boðið upp á fræðslu- og virkniúrræði. Þá er unnið að ítarlegri greiningu stöðunnar á Seyðisfirði.
Hvatasjóður
Sjóðnum er ætlað að stuðla að atvinnuuppbyggingu með því að virkja frumkvæði íbúa og annarra sem tengjast byggðarlaginu og koma til móts við þá atvinnurekendur og einstaklinga í atvinnurekstri sem orðið hafa fyrir tjóni. Veittir eru styrkir til atvinnu- og nýskapandi verkefna. Áhersla verður á að styrkja atvinnustarfsemi, á sjálfbærni, bætta nýtingu, notkun staðbundinna hráefna og sýnileika svæðisins. Úthlutað var úr sjóðnum í þriðja og síðasta sinn í febrúar 2023.
Umsóknareyðublað og úthlutunarreglurRáðgjöf til atvinnurekenda
Um er að ræða rekstrarlega/lagalega/viðskiptalega ráðgjöf til að taka á bráðum vanda og að skjóta stoðum undir framtíðarrekstur. Umfang ráðgjafarinnar verður metið í hverju tilviki, í samráði við umsækjendur og ráðgjafa.
Sjá nánarÞriggja ára verkefni
Verkefni stjórnvalda og Múlaþings er til þriggja ára en stjórnvöld hafa lagt til 215 milljónir til að styðja við nýsköpun og þróun atvinnutækifæra á Seyðisfirði.
Sjá umfjöllunVerkefnisstjórn
Fréttir
Hér má finna fréttir og umfjallanir um verkefnið Uppbygging á Seyðisfirði.