Í febrúar 2019 hittist hópurinn í Jyväskylä í Finnlandi og í maí 2019 var haldinn vinnufundur í Clarmorris á Írlandi. Í september sama ár kom hópurinn í heimsókn til Austurlands þar sem hann dvaldi og fundaði saman á Hótel Hallormsstað. Á fundinn komu og héldu erindi þeir Daði Þorsteinn Sveinbjörnsson, sérfræðingur hjá Landsvirkjun, Sigurður Friðleifsson hjá Orkusetri og Ragnar Ásmundsson frá Orkustofnun. Í vettvangsferð var viðarkyndistöðin skoðuð í fylgd með Þór Þorfinnssyni skógarverði á Austurlandi en fulltrúar Handiheat frá Finnlandi komu að uppsetningu kyndistöðvarinnar í upphafi. Þá heimsótti hópurinn Óbyggðasetrið í Fljótsdal og Vök baths þar sem Heiður Vigfúsdóttir, þáverandi framkvæmdastjóri Vakar og Aðalsteinn Þórhallsson, framkvæmdastjóri Hitaveitu Egilsstaða og Fella tóku á móti þeim.

Í febrúar 2020 var vinnufundur haldinn í Enniskillen á Norður-Írlandi og var það í síðasta sinn sem allur hópurinn hittist í raunheimum en nokkrum dögum síðar skall heimsfaraldur Covid-19 á heimsbyggðinni af fullum þunga. Vinnufundir sem fara áttu fram annars vegar á Hjaltlandseyjum og hins vegar í Finnlandi voru því haldnir í netheimum.

Í þessum vinnuferðum hafa fulltrúar verkefnisins heimsótt ýmis konar fyrirtæki og stofnanir. Vert er að nefna tvö þeirra:

  • Í vettvangsferð um nágrenni Jyväskylä í Finnlandi var Kalmari bóndabýlið í Laukaa heimsótt en þar er rekið fyrirtækið Metener Company sem framleiðir lífgas sem nærliggjandi bóndabæir nýta sem orkugjafa. Fyrirtækið var stofnað af bændum sem vildu nýta betur það sem féll til á býlum þeirra og hófu tilraunir til að framleiða lífgas.
  • Í Granville í Dungannon-sýslu á Norður-Írlandi er Granville Eco Park sem framleiðir lífgas úr úr lífrænum efnum, matarafgöngum heimila og verslana í nágrenninu. Lífgasið er m.a. nýtt sem eldsneyti á bíla.

Verkefninu lauk í september 2021 en upplýsingar um lokaráðstefnuna eru hér að neðan.

Lokaráðstefna

Lokaráðstefna verkefnisins var haldin 22. september 2021. Upphaflega átti að halda hana í Belfast á Norður-Írlandi en vegna heimsfaraldurs var ákveðið að ráðstefnan færi fram í netheimum. Þar kynntu þátttökulöndin afrakstur verkefna sinna en Sir Michael Marmot, prófessor í faraldursfræðum við University College í London, var sérstakur gestur ráðstefnunnar og ræðumaður, en hann hefur um árabil rannsakað og barist fyrir bættri lýðheilsu íbúa á Bretlandseyjum. Á ráðstefnunni gerði Christoph Merschbrock grein fyrir niðurstöðum í verkefnishluta Austurbrúar og hefst hann á 32. mínútu. Ráðstefnunni var streymt í Múlanum, samvinnuhúsi í Neskaupstað, þaðan sem verkefnisfulltrúar Austurbrúar og aðrir gestir fylgdust með.

Gögn frá lokaráðstefnu

Handiheat_lokaradstefna_2021

Þátttakendur og verkefnishlutar

Management – lead partner

NI Housing Executive – Norður-Írland
Stephen Hill – [email protected]
Amy Lewis – [email protected]
Catherine Savage – [email protected]
Robert Clements – [email protected]

 

Evidencing Excellence

Austurbrú ses.
Jóna Árný Þórðardóttir – [email protected]
Christoph Merschbrock – [email protected]
Alda Marín Kristinsdóttir – [email protected]
Jón Steinar Garðarsson Mýrdal

Hlutverk Austurbrúar er að draga saman dæmisögur frá svæðunum um vannýttar orkuauðlindir og lausnir ásamt því að miðla áfram áhugaverðum verkefnum frá samstarfsaðilum.

 

Pilot and Pilot Appraisal

Karelia UAS Finnland
Markus Hirvonen – [email protected]
Anssi Kokkonen – [email protected]
Ville Kuittinen – [email protected]

Myndböndin sýna frá tilraunaverkefni Karelia háskólans sem miðar að því að hita upp heimili í dreifðari byggðum Vártsila í Finnlandi með lífgasi. Hér hafa gömul olíudreifikerfi verið endurnýtt og endurbætt svo nýta megi endurnýjanlegt lífmetan sem varmagjafa og minnka þannig kolefnislosun verulega.

Natural Resources Institute Finland (LUKE) Finnland
Robert Prinz – [email protected]
Saija Rasi – [email protected]
Elina Virkkunen – [email protected]
Erika Winquist – [email protected]

Stofnunin hefur þróað svokallað „biogas tool“ eða reiknilíkan fyrir býli sem stefna á eða eru að skoða nýtingu eða framleiðslu á lífgasi úr úrgangi. Líkanið er ókeypis til afnota.

ESCO and Roadmap

PURE Energy Centre – Hjaltlandseyjar
Ross Gazey – [email protected]
Elizabeth Johnson – [email protected]

Verkefnishlutinn felur í sér að búa til leiðarvísa og upplýsingaefni um orkusparandi leiðir til húshitunar án jarðefnaeldsneyta. Nokkur dæmi:

 

Policy and Community Engagement

ARC Healthy Living Centre Norður-Írland
Jenny Irvine – [email protected]
Una Porteous – [email protected]

Hugtakið orkufátækt (energy poverty) er Íslendingum kannski framandi en það er vel þekkt á Bretlandseyjum þar sem það er vel skilgreint. Það var hlutverk ARC Healthy Living Centre að safna upplýsingum um stöðu orkufátæktar á NPA svæðinu og sérstaklega hjá Handiheat þátttökulöndunum. Ef heimili glímir við orkufátækt þýðir það að innkoma heimilisins fer niður fyrir lágmarksviðmið vegna þess hve orkukostnaður er stór hluti heimilisbókhaldsins. Talað er um að ef 10% eða meira af innkomu heimilisins fer í að greiða húshitunar/orkukostnað, glímir það heimili við orkufátækt. Fylgikvillar orkufátæktar er ekki aðeins háir reikningar, heldur einnig köld heimili og lífsstílstengdir sjúkdómar sem því geta fylgt. Ef ekki hefðu skref verið stigin í átt að endurnýtanlegum orkugjöfum og enn væri olía og kol helstu orkugjafar á Íslandi má leiða að því líkum að við værum að glíma við sömu vandamál og Bretar.

 

Communication

Claremorris Irish Centre for Housing (Clár ICH) – Írland
Alma Gallagher – [email protected]

Myndbandið segir frá einu af tilraunaverkefnununum sem fóru í gang á verkefnistíma Handiheat. Clár ICH rekur félagslegt húsnæði í dreifðari byggðum Írlands. Farið var í gagngerar endurbætur á íbúðarhúsnæði í eigu stofnunarinnar með það að markmiði að bæta einangrun húsanna. Tilgangurinn var að auka og bæta orkunýtingu, minnka orkulosun og kostnað og bæta lífskjör íbúanna. Settar voru upp varmadælur og betur einangrandi gluggar og hurðir.

Handiheat á öðrum miðlum

Verkefnisstjórar