Ný sóknaráætlun
Hin nýja sóknaráætlun markar stefnu og markmið fyrir þróun Austurlands næstu fimm árin. Alls eru 39 markmið sem varða allt frá samgöngum, loftslags- og heilbrigðismálum, til menntunar, nýsköpunar og ferðaþjónustu. Sóknaráætlunin er nú tengd Svæðisskipulagi Austurlands sem gildir frá 2022-2044 en það samstillir stefnu sveitarfélaganna á svæðinu á sviði umhverfis, efnahags, samfélags og menningar til að tryggja sjálfbæra þróun, komandi kynslóðum í hag.
Sóknaráætlun í heild sinniÁhersluverkefni
- Áfangastaðurinn Austurland
- Menningarmál á Austurlandi
- Eygló – verkefni um umhverfismál og sjálfbærni á Austurlandi
- Svæðisskipulag Austurlands
Alls eru 39 markmið í sóknarætluninni sem varða allt frá samgöngum, loftslags- og heilbrigðismálum, til menntunar, nýsköpunar og ferðaþjónustu.
Þróunaráætlun landshlutans
Sóknaráætlun Austurlands 2025-2029 byggir á stöðumati, framtíðarsýn, markmiðum og aðgerðaáætlun. Sóknaráætlun er til 5 ára og gert er ráð fyrir að hún verði endurskoðuð í heild sinni a.m.k. einu sinni á samningstímabilinu. Hún var unnin í samvinnu sveitarfélaga, stofnana, fyrirtækja og íbúa, þar sem gætt var að búsetu og kynjasjónarmiða. Sóknaráætlun er fylgt eftir af Austurbrú, sveitarfélögum og stjórn SSA.
Samningur um sóknaráætlun
Sóknaráætlunar stuðlar að jákvæðri samfélags- og byggðarþróun sem byggi á sjálfbærri þróun, treysti stoðir menningar og auki samkeppnishæfni landshlutans og landsins alls.
Markmið samningsins eru:
- Að móta og fylgja eftir Sóknaráætlun Austurlands 2025-2029
- Umsýsla Uppbyggingarsjóðs Austurlands
- Vinna að áhersluverkefnum sem endurspegla markmið áætlunarinnar