Samningur um sóknaráætlun
Markmið samningsins er að stuðla að jákvæðri samfélags- og byggðarþróun í takt við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, treysta stoðir menningar og auka samkeppnishæfni landshlutans og landsins alls.
Markmið samningsins eru:
- Að móta sóknaráætlun Austurlands 2020 – 2024
- Umsýsla Uppbyggingarsjóðs Austurlands
- Vinna að áhersluverkefnum sem endurspegla markmið áætlunarinnar
Þróunaráætlun landshlutans
Í sóknaráætlun Austurlands 2020-2024 er fólgið stöðumat, framtíðarsýn, markmið og aðgerðaáætlun. Sóknaráætlun er til 5 ára og gert er ráð fyrir að hún verði endurskoðuð í heild sinni a.m.k. einu sinni á samningstímabilinu. Hún var síðast endurskoðuð í nóvember 2020 – sjá kynningu.
FerliðTraustur grunnur
Sóknaráætlunin tekur mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, þingsályktun um stefnumótandi byggðaáætlun, þingsályktun um menningarstefnu og annarri stefnumótun ríkisins eftir því sem við á. Sóknaráætlun er auk þess byggð á stefnumótun og áætlanagerð sveitarfélaga í landshlutanum og svæðisskipulags Austurlands.
Sóknaráætlun og heimsmarkmið SÞ
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru 17 og greinast niður í 169 undirmarkmið. Þegar vinna við gerð sóknaráætlunar hófst voru valin 5 markmið sem yrðu leiðarljós sóknaráætlunar Austurlands. Þau eru:
- Sjálfbær matvælaframleiðsla
- Sjálfbærnivitund og lífsstíll
- Sjálfbærar auðlindir
- Ferðaþjónusta og menning
- Samfélagsvitund og staðarstolt
Framtíðarsýn 2030
Framtíðarsýn Austurlands var unnin á samráðsvettvangi og var horft til ársins 2030 eða eins og til gildistíma rúmlegra tveggja nýrra sóknaráætlana. Niðurstaðan gaf til kynna metnað, kraft og framsækni. Þátttakendur sömdu forsíðu dagblaðs fyrir einn dag í september árið 2030 sem lýsti því helsta sem um væri að vera í landshlutanum.
Markmið og aðgerðir